Sæla ung, er söng mér vakti
svifin er að fullu braut.
Þráður er minn andi rakti
áfram, brast í sorg og þraut.
Sé ég blikubólstra svarta
byrgja þreyðan söngvageim.
Getur vor með vængi bjarta
vakað enn að baki þeim?
Drupal vefsíða: Emstrur