Skip to Content

Tónles

Og heimsins friðar-höfðinginn

Heiti verks: 
FRIÐUR Á JÖRÐU
Þátttur númer: 
II. ÞÁTTUR
Númer í Kantötu: 
22
Ár samið: 
1917
Hvar í riti: 
FRIÐUR Á JÖRÐU Íslensk Tónverkamiðstöð
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Þegar mans-sálin

Heiti verks: 
FRIÐUR Á JÖRÐU
Þátttur númer: 
I. ÞÁTTUR
Númer í Kantötu: 
9
Ár samið: 
1917
Hvar í riti: 
Íslensk Tónverkamiðstöð
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Eld og orð-þunga

Heiti verks: 
ÍSLANDS ÞÚSUND ÁR
Númer í Kantötu: 
III
Ár samið: 
1929
Tóndæmi: 
Texti / Ljóð: 

ath í tóndæminu er mezzo sópran sem syngur

 

Flytjendur í tóndæminu: Söngsveitin Fílharmónía og Sinfóníuhljómsveit Íslands

undir stjórn Páls Pampikler Pálssonar. Hljómsveitarútsetning Hallgrímur Helgason.   


 

     III.

 

Sóprano sóló

Eld og orðþunga

á íslensk tunga

fagra fjársjóði

falda í ljóði.

Of ísavetur

ornar fátt betur

allri ætt vorri

en Egill og Snorri.

 

Hvar í riti: 
Íslensk Tónverkamiðstöð
Höfundur texta: 
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi

Kvöldsett var nokkuð

Heiti verks: 
STRENGLEIKAR
Þátttur númer: 
Þriðji Þáttur
Númer í Kantötu: 
37
Ár samið: 
1915-1932
Texti / Ljóð: 

Guðmundur Guðmundsson syngur í tóndæminu


Kvöldsett var nokkuð, er kom ég heim, -

   hjá kvíunum ærnar lágu;

frá bænum í logninu lagði’ upp eim

   í loftsala tjöldin bláu. - -

Hestinn minn batt ég við hestastein

   og heilsaði pabba mínum,-

hann brosti’, en ég sá að sorgin skein

svo sárþung og djúp og svo hrein

   í augunum dökkum og ennis línum.

 

Tvo fallega jóa ég söðlaða sá

   þar saman í tröðunum standa. –

Mér varð litið föður minn aftur á, -

   það var eins og hann kæmist í vanda.

- „Er nokkur á ferð hérna, faðir minn?“

- - Fyrst var hann dapur og hljóður:

„ Já svo er það, sonur minn, góður, -

ég sótti í morgun læknirinn.“

-   „Hvað er að?“ – Þá tárgaðist öldungs bráin:

„Hún unnusta þín er – dáin!“

(-   - -  Ég greip í steinvegg að styja mig,

sú stunga var sár. – Hún var dáin.*)

)*texta innan sviga er sleppt í söngdrápunni

 

Hvar í riti: 
Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Góðvinur Hallur

Heiti verks: 
Örlagagátan
Þátttur númer: 
Fyrri þáttur
Númer í Kantötu: 
10
Ár samið: 
1927 - 1933
Texti / Ljóð: 

Tón. Þórhallur spám.

Góðvinur Hallur, þó þér hlýði ég,

haustboði þínu kvíði ég.

Voðalaus ei verður veislan sú.

Hvar í riti: 
Íslensk Tónverkamiðstöð
Höfundur texta: 
Stephan G. Stephansson

En hvað er það, sem þögnum veldur

Heiti verks: 
Örlagagátan
Þátttur númer: 
Fyrri þáttur
Númer í Kantötu: 
7
Ár samið: 
1927 - 1933
Texti / Ljóð: 

Tón. Síðu-Hallur. (Tenór)

En hvað er það sem þögnum veldur,

Þórhallur, ef getið er

Þiðranda til sæmdar sér,

sé þó ungur, vítt um fer

erlendis og heima hér. --

Þar um ertu hljóður heldur. 

Hvar í riti: 
Íslensk Tónverkamiðstöð
Höfundur texta: 
Stephan G. Stephansson
Syndicate content


Drupal vefsíða: Emstrur