Guðmundur Guðmundsson syngur í tóndæminu
Kvöldsett var nokkuð, er kom ég heim, -
hjá kvíunum ærnar lágu;
frá bænum í logninu lagði’ upp eim
í loftsala tjöldin bláu. - -
Hestinn minn batt ég við hestastein
og heilsaði pabba mínum,-
hann brosti’, en ég sá að sorgin skein
svo sárþung og djúp og svo hrein
í augunum dökkum og ennis línum.
Tvo fallega jóa ég söðlaða sá
þar saman í tröðunum standa. –
Mér varð litið föður minn aftur á, -
það var eins og hann kæmist í vanda.
- „Er nokkur á ferð hérna, faðir minn?“
- - Fyrst var hann dapur og hljóður:
„ Já svo er það, sonur minn, góður, -
ég sótti í morgun læknirinn.“
- „Hvað er að?“ – Þá tárgaðist öldungs bráin:
„Hún unnusta þín er – dáin!“
(- - - Ég greip í steinvegg að styja mig,
sú stunga var sár. – Hún var dáin.*)
)*texta innan sviga er sleppt í söngdrápunni