Skip to Content

Sálmar og kirkjutónlist

Nú enn er komin aftanstund

Ár samið: 
1919
Texti / Ljóð: 

Uppkast frá vetrinum 1914-15 en hreinskrifað með talsverðum breytingum 1919. Mikið notað sem stólvers í Sambandskirkjunni í Winnipeg hin næstu ár og sungið af Kirkjukór Akureyrar á aldarafmæli séra Valdimars Briem 1. feb. 1948 og oftar við hátíðleg tækifæri.


Dúett og kór með sóló fylgirödd (obligato) og undirspili.

Sópran I og II dúett

Nú enn er komin aftanstund

og allt er kyrrt og hljótt:

Oss aftankyrrðin boðar blund

og býður góða nótt.

 

En svo vér getum sofnað rótt

þarf sálin ró og frið.

Hver getur fengið góða nótt

sinn Guð ei sáttur við?

 

Sópran sóló (obligato) og kór

Í kvöld oss hæga hvílu bú

og hollan gef oss frið.

Í nótt og allar nætur þú

oss nauðum forða við.

 

Í kvöld oss alla náða nú;

í nótt oss vertu hlíf.

Með nýjum degi náð veit þú

oss nýtt að byrja líf.

 

Sópran yfirrödd

Gef oss Drottinn góðar nætur.

Góða nótt. Góða nótt.

 

Kór

Á hinsta kvöldi hjá oss ver/ (Gef oss Drottinn góðar nætur.)

og heim oss leið til þín,

þar fagur dagur ætíð er/ (Gef oss Drottinn góðar nætur.)

og eilíf sólin skín.

Gef oss drottinn góðar nætur. / (Góða nótt ... góða nótt.)

 

Hvar í riti: 
Óútgefið handrit á handritasafni Landsbókasafnsins og hjá Íslenskri Tónverkamiðstöð
Höfundur texta: 
Valdimar Briem

Drottinn, ó, Drottinn vor

Ár samið: 
1931
Texti / Ljóð: 

 

Sópran sóló

Drottinn, ó, Drottinn vor.

Dagarnir líða.

Allt er að breytast, en aldrei þú.

Vert þú oss veikum hlíf,

vernda þína arfleifð,

að þú oss líknandi ljósi snú.

 

Alt og Tenór dúett

 

Drottinn, ó, Drottinn vor.

Dagarnir líða.

 

Sópran, Alt og Tenór tríó

 

Drottinn, ó, Drottinn vor.

Dagarnir líða.

 

Kór

Drottinn, ó, Drottinn vor.

Dýrð þína að efla,

göfga þig einan æ,

gef oss náð,

vinna þitt verk á jörð,

vera þér til dýrðar.

Vegsami einan þig

allt vort ráð.

 

Hvar í riti: 
Óútgefið handrit á handritasafni Landsbókasafnsins og hjá Íslenskri Tónverkamiðstöð

Faðir vor

Ár samið: 
1918
Texti / Ljóð: 

Faðir vor, þú sem ert á himnum. Helgist þitt nafn. Til komi þitt ríki. Verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himnum. Gef oss í dag vort daglegt brauð. Og fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldu nautum. Eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá illu. Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu. Amen.

Hvar í riti: 
Óútgefið handrit á handritasafni Landsbókasafnsins og hjá Íslenskri Tónverkamiðstöð
Höfundur texta: 
Biblíutexti

Ó, syng þínum Drottni

Ár samið: 
1920
Texti / Ljóð: 

 

Kór

Ó, syng þínum Drottni, Guðs safnaðar hjörð.

Syngið nýjan söng,

þér englanna herskarar, himinn og jörð.

Öll veröldin vegsami Drottinn.

 

Sópran sóló

Ó, syng þínum skapara lofgjörðarlag.

Syngið nýjan söng

og kunngjörið hjálpráð hans dag eftir dag.

Öll veröldin vegsami Drottinn.

 

Kór

Ó, syng þú um dýrð Guðs á himnanna hæð.

Syngið nýjan söng,

hvert hjarta, hver tunga, hver taug og hver æð,

syng þú um dýrð Guðs á himnanna hæð.

Öll veröldin vegsami Drottinn.

 

Hvar í riti: 
Óútgefið handrit á handritasafni Landsbókasafnsins og hjá Íslenskri Tónverkamiðstöð
Höfundur texta: 
Valdimar Briem

Hósíanna

Ár samið: 
1914
Texti / Ljóð: 

 

Hósíanna. (Fögnum). Hósíanna. Hósíanna.

Hósíanna syni Guðs.

Hósíanna (Fögnum) Hósíanna.

Hósíanna syngjum syni Guðs.

 

Sem börn af hjarta viljum vér

nú vegsemd Jesú flytja hér,

og hann, sem kom af himni á jörð,

mun heyra vora þakkargjörð.

 

Lofgjörð þér og þökk sé skýrð,

þú Guðs barnið úr himna dýrð.

Hósíanna. (Fögnum). Hósíanna.

Hósíanna, syngjum syni Guðs.

 

Með liði hina lofum vér

ljúfa sem í upphæð er.

Í dag hann jörðu frið réð fá

og föðurþóknun mönnum á.

 

 

Lofgjörð þér og þökk sé skýrð,

þú Guðs barnið úr himna dýrð.

Hósíanna. (Fögnum). Hósíanna. 

Hósíanna, syngjum syni Guðs.

 

Hvar í riti: 
Óútgefið handrit á handritasafni Landsbókasafnsins og hjá Íslenskri Tónverkamiðstöð
Höfundur texta: 
Úr dönsku.- Stefán Thorarensen.

Í upphafi var orðið

Ár samið: 
1914
Texti / Ljóð: 

Til Davíðs Jónassonar


Bassi/ bariton sóló

Í upphafi var orðið,

og orðið var hjá Guði,

og orðið var Guð;

Það var í upphafi hjá Guði.

Allir hlutir eru fyrir það gjörðir.

Án þess er ekkert orðið til,

af því sem er til.

 

Kór

Í því var líf, og lífið var mannanna ljós.

 

sóló

Og ljósið skein í myrkrinu,

og myrkrið meðtók það ekki.

 

kór

Í því var líf, og lífið var mannanna ljós.

Og ljósið skein í myrkrinu.

Og ljósið skein og myrkrið meðtók það ekki.

Verði ljós.

Lýsi Guðs himneska ljós.

 

Hvar í riti: 
Óútgefið handrit á handritasafni Landsbókasafnsins og hjá Íslenskri Tónverkamiðstöð
Höfundur texta: 
Biblíutexti

Lífsins faðir, Herra hár

Ár samið: 
1933
Texti / Ljóð: 

 

Lífsins faðir, Herra hár.

Heyrir þú mig kveina?

Mínar særðu sjá nú brár,

sumarljós þitt hreina.

En mig grætir alla tíð

endurminning þung og stríð

lífsins mörgu meina.

 

Hvar í riti: 
Íslensk Tónverkamiðstöð
Höfundur texta: 
Matthías Jochumsson

Þitt nafn er Jesú, unun öll

Ár samið: 
1909

Til þín ég, Drottinn, huga hef

Ár samið: 
1922
Texti / Ljóð: 

Til þín ég, Drottinn huga hef,

er harmar lífs mig þjá,

og bið af hjara: huggun gef mér,

himni þínum frá.

 

Mig örmum kærleiks veikan vef

og vota þerra brá.

Kom athvarf mitt, kom athvarf mitt,

minn anda lát þig sjá.

 

Hættan veg hræðist ég, hvert sem sný.

Syndga þrátt og safna sekt með því.

Æ er búin neyðin ný,

nálgast dauðans þrumuský.

Drottinn, því til þín ég flý.

 

 

Hvar í riti: 
Sextíu og sex einsöngslög
Höfundur texta: 
Guðmundur Einarsson, Björn Halldórsson
Syndicate content


Drupal vefsíða: Emstrur