Skip to Content

Þei, þei og ró, ró í nemendaleikhúsinu

 Í sýningunni heyrist brot úr laginu Þei, þei og ró, ró og hefur gagnrýnandi sýningarinnar, Ástbjörg Rut Jónsdóttir, komist svo að orði: 

“ ... einn af hápunktum sýningarinnar var án efa þegar hópurinn söng saman Þei, þei og ró, ró. Ég gjörsamlega sökk niður í sætið og það fór hrollur um mig af vellíðan og aðdáun.“

Leikaraefnin fengu líka lof fyrir góðan leik og Úlfur Hansson, tónslistastjóri sýningarinnar fékk líka glimrandi dóma.

„Og tónlistin hans var með eindæmum smart. Grípandi og vönduð og small fullkomlega við verkið, án þess að stela senunni.“

Heyrst hefur að leiklistanemar nota lagið Þei, þei og ró, ró í raddupphitun fyrir sýningar og á æfingum. Fyrir misskilning héldu nemendur að hér væri um að ræða þjóðlag og því Björgvins ekki getið í leikskrá.



Drupal vefsíða: Emstrur