SKRIF UM OG EFTIR BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON
Friður á Jörðu
Óratóría eftir Björgvin Guðmundsson,
samin við text eftir Guðmund Guðmundsson.
SKÝRING
Þess má vænta, að ljóðaflokkur GuðmundarGuðmundssonar „Friður á jörðu“ sé flestum svo kunnur, að hann þurfi ekkiskýringar við. Öðru máli gegnir um söngtextan, hann er aðeins lítill hlutiljóðaflokksins sem hann er tekinn úr. Þegar ritverki er breytt í óratóríutextahverfa eðlilega úr því ýms meginatriði ritsnillinnar, svo sem rökfimi, löngsamtöl, spaklegar ályktanir náttúrulýsingar og annað slíkt. Þá er aðeinsstiklað á brennipunktum – ekki endilega ritverksins, heldur formsins, eða þóöllu heldur í þágu þess, þannig, að táknræna tónlistarinnar og tilfinningavakinái þar algerlega yfirhönd, og geti fyllt svo upp í eyður orðanna, að þeirraverði ekki vart. Þannig kemur t.d. sami textinn fram í jafnvel þrem ósamstæðumþáttum í þessu verki. En af þessu, ásamt mörgu öðru leiðir hinsvegar, aðlistgildi tónverksins, án tillits til tónsmíðarinnar eingöngu, getur orðið mjög á annan veg en frumtextans. Af þessum ástæðum, ogmeð það fyrir augum, að þetta er fyrsta óratóríó sem gefin er út hér á landiþykir útgefendum vel til fallið að gefa lítilsháttar skýringu á þessu söngverkisem þá jafnframt gæti gefið örlitla innsýn í óratóríuformið, en það er ef tilvill, stórfenglegast og jafnvel dulúðugast allrar tónrænnar framsetningar, bæðivegna þeirra margþættu tjáningarkrafta, sem það er byggt fyrir, og þeirratáknrænu möguleika, sem það hefur yfir að ráða. Að gera öðrum ljóst hvers konarlistarform hér er um að ræða er þó hægara sagt en gert. Samt má með nokkrumrétti segja, að óratórían sé hliðstæð óperunni á dálítið svipaðan hátt og sagaer hliðstæð leikriti. Þar sem óperan hefur hlotið nafnið „söngleikur“ gætióratórían kallast „söngsaga“ eða „söngdrápa,“ sem er mun tilhlýðilegra. Annarsmá ekki taka þessa samlíkingu of bókstaflega, því að enn ber margt á milli.Skal nú leitast við að gefa sérstaka skýtingu á tónverkinu „Friður á jörðu“ íörfáum pennadráttum vegna takmarkaðs rúms.
Ságrunntónn sem verkið aðallega hvílir á, er hugmyndin um missta og endurheimtaParadís. Forspilið táknar raddir englanna eða „sólroðans barnanna“ í ríkialverunnar, er „sygja á jörðina frið,“ eða inngöngusálm lífsins á jörðina.Næstu fjögur númer eru svo einskonar morgun lofsöngur lífsins sem finnur sigaltekið af kærleika og nálægð Guðssjálfs, svo að „jafnvel blómið og steinninn í himneskum ljósvaka lifir.“ En vonbráðar kemur hin óþroskaða sjálfselska til skjalannna, köld og kærleikssnauðogumhverfir Paradís í kvalastað. Aftur heyrist til „sólroðans barnana,“endurhljómur af forspilinu í millispili nr. 6, en nú er söngur þeirra„sorgblandinn“ og „hljómdapur.“ Paradís er misst, „sálin flögrar í útlegð íhelskugga dölum “ og „jafnvel blómin og steinarnir andvarpa af angist ogkvölum.“ En þrátt fyrir alla bölvun yfirgefur friðarþráin ekki jarðlífið, ogundirniðri lifir sameiginleg von þess um „Guðsríki á jörð“ langt í fjarska, ogenn heyrist endurómur af forspilinu í undirleikk við nr. 10, sem táknargrunntón þessarar Guðsríkisvonar, og í lok þáttarins hrópar jarðlífiðsameiginlega um „eilífan frið.“ –
Annarþáttur, einkum fyrri hlutinn, stiklar á höfuðdráttum fornaldarsögu Austurlandaog Gyðinga, en síðari hlutinn er einungis tileinkaður meistara meistaranna,Jesú Kristi. Hann er einskonar yfirlit yfir hið þögla og sorglega píslarvættiandríkis, snilldar og kærleika, sem þrátt fyrir allt hefur verið og verðuralltaf mannkynsins eina líftaug og lífsvon. En öðrum þræði er hann jafnframteinskonar þroskasaga hnefaréttar og yfirdrottnunarstefnu og ennfremur þesshugsunarháttar sem prýðir grafir spámannanna, en grýtir sína bestu menn. Raunarer þessi þáttur tvískiptur, ekki einungis að efni til, heldur líka aðframsetningu, en það er engu veigaminna atriði þegar um óratóríu texta er aðræða. Honum er skipt sundur með millispilinu: nr.18, sem m.a. getur þá táknaðlengra eða skemmra tímabil milli þess að þáttabrotin fara fram, þar eð síðarihlutinn er allur í þátíðarframsetningu. En síðasti kórinn í þættinum gætihugsast einskonar trúarjátning eða ályktun kristinna manna.
Þriðjiþáttur gerist í fyllingu vargaldarinnar rómversku, og raunar allra vargalda.Þaðer dagur í Róm, eftir mikla landvinninga, og mikið um dýtðir hjásigurvegurunum. Sigurbogar eru reistir og skrúðfylkingar eru á ferli, og múgurinnhrópar „Ave Cæsar“ í heimsku sinni og þrælsótta.En það er fleira á ferli íRómaborg daginn þann, m.a. „örmagna her,“ með andleg og líkamleg ólífissár,grátandi ekkjur og munaðarleysingjar eftir fallna hermenn, „föðurlandsvana“herfangar með ævilangan þrældóm framundan og önnur fórnardýr herjalanna, loftiðer lævi blandið, - og svo kemur kvöld. Keisarinn heldur mikla veislu í tilefnilandvinningunum. Við það tækifæri flytur kennilýðurinn goðunum þakkir, ogtískuskáldin syngja keisaranum lof og dýrð fyrir níðingsverk, sem hann hefurraunar aldrei unnið, en unnin hafa verið í hans nafni, og svo kemur nóttin.Keisarinn skjögrar til hvílu sinnar drukkinn og dasaður það sækir illa aðhonum, og þó ekki um skör fram því, að „úti á torgi við súlubak síðhettir reika“með morðkuta innanklæð, og einn þessara morðkuta svæfir loks keisarannsvefninum lengsta undir morguninn. – Og svo kemur dagur (þótt sá virðist raunarókominn enn). Loks rekur að því að mannkynið fær ráðrúm til að virða fyrir sérviðurstyggð eyðileggingarinnar, svona í kaupbæti við hundruð og þúsundirmiljóna dýrmætra mannskífa, og hvarvetna sér það hrunin listasöfn og eyðilögðmenningarverðmæti. Hvarvetna blasa við því holar augnatóftir lýginnar og óveruleikans, dauðans ogdjöfulsins og hvarvetna leggur að vitum þess eitruð nálykt, sem ætlar þálifandi að kæfa. Og enda þótt það hafi aldrei reitt vitið í langsekkjum, verðurþví loks ljóst, að þeir sem það hefur dýrkað og tilbeðiði voru raunar stærstumorðingjarnir og hættulegurstu þrándarnir í götu þess. Og það fyllist viðbjóðiog biður slík heljarskinn aldrei þrífast, eða í það minnsta, að sofa oggleymast til eilífðar.
Fjórðiog síðasti þáttur er einskonar áframhald af fyrsta þætti og mjög hliðstæðurhonum. Þar sem fyrsti þáttur táknar fortíðardrauma jarðlífsins um „Guðsríki ájörð,“ táknar sá síðasti framtíðardrauma þess um hið sama. Friðarvonin er núorðin víðtækari. Jafnvel náttúran sjálf, lækir, jurtir o.s.frv. „biðjadreymandi Drottinn um frið.“Mannkyninu er orðið ljóst, að það verði sjálft aðleggja hönd á plóginn, eigi friðardraumar þess að rætast, og það tjáir sig fústtil þess. Því er ennfremur ljóst, að vegurinn til friðar sé einhuga,kærleiksrík samtök í stað úlfúðar og hermdarverka og hver eggjar annan tilslíkra samtaka. Loks sér það friðarbogann skína álengdar, og „vonardísin“birtist því í allri sinni dýrð. Það sér himnana opnast og Guðsríki stíga niðurá jörðina, og fyrirheitna landið blasir við því. Paradís er fundin aftur.