Skip to Content

Vorljóð

Ár samið: 
1936
Texti / Ljóð: 

Nú brosir elfan í breiðum dal,

af blástraumum ísinn springur.

Og fossinn ljóðar í fjallasal

um frelsið og vorið syngur.

Og lóan kemur á heiðar heim,

með hljóminn blíða um loftsis geim,

og dýrðin, dýrðin syngur.

 

Nú ómar gleðinnar unaðsmál

sem yngir og léttir sporið.

Og æskan leikur með sól í sál

og syngur um fagra vorið.

Þá brosir gyðja með blóm í hönd 

og báran hjalar við lága strönd.

Ó, blessað blíða vorið. 

Hvar í riti: 
ÁTTATÍU OG ÁTTA KÓRLÖG (í alþýðlegum búnaði) útsett fyirir samkynja og ósamkynja raddir án undirleiks
Höfundur texta: 
Kjartan Ólafsson


Drupal vefsíða: Emstrur