Við börn þín Ísland blessum þig í dag
Flytjendur í tóndæminu: Söngsveitin Fílharmónía
og Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Páls P Pálssonar
Hljómsveitarútsetning: Hallgrímur Helgason.
XI.
Kór.
Við börn þín, Ísland, blessum þig í dag.
Með bæn og söngvum hjörtun eiða vinna.
Hver minning andar lífi í okkar lag.
Við Lögberg mætast hugar barna þinna.
Frá brjóstum þínum leggur ylinn enn,
sem aldrei brázt, þó vetur réði lögum,
og enn á þjóðin vitra og vaska menn,
sem verður lýst í nýjum hetjusöngvum.
Við tignum þann, sem tryggar vörður hlóð.
Við tignum þann, sem riður nýja vegi.
Þó fámenn sé hin frjálsa og unga þjóð,
þá finnur hún sinn mátt á þessum degi.
Við börn þín, Ísland, biðjum fyrir þér.
Við blessum þig í nafni alls, sem lifir.
Við erum þjóð, sem eld í brjósti ber,
og börn, sem drottinn sjálfur vakir yfir.