Skip to Content

Tónverk í stafrófsröð

Aldur og uppruni tónverka Björgvins Guðmundssonar í stafrófsröð

 

Athugasemdir og skýringar um aldur og uppruna þeirra tónverka minna, sem ég hef haldið til haga og ekki hafa misfarist á annan hátt. Gildir það jafnt um smærri og stærri verk, allt frá söngvísum og sálmalögum, upp í kantötur og oratóríur.

Aldur tónverkanna er ýmist miðaður við frumdrög eða hreinskrift, sé um róttækar breytingar að ræða. Annars er gerð grein fyrir hvort tveggja, þar sem hægt er að koma því við.

ATHS. – Þess er vert að geta, að lagasyrpa mín frá 1909 til þess er ég fluttist vestur um haf brann haustið 1919, og eru fyrstu 15 lögin, er ég mundi fyrir víst ársheimild á,rifjuð upp úr henni á ýmsum tímum og þá jafnframt endurskrifuð. En syrpan mun hafa innihaldið um eða uppundir 30 lög af svipaðri stærð. Má og vel vera að sumt af því, sem ég hef heimildina „upp úr gömlum drögum“ eða u.þ.l. sem hafa endurfæðst í huga mínum sé einnig frá þeim árum. En í þessum húsbruna missti ég líka talsvert af lausum blöðum, með ýmislegu rissi og frumdrögum að stærri tónverkum, frá fyrstu árum mínum í Winnipeg, sem flest munu hafa glatast að fullu.

 

 

A-Á

Á Finnafjallsins auðn. Karlakórslag frá 13. nóv. 1937. Prentað í 88 Kórlög.

Á gömlu leiði.– Söngvísa frá 11. október 1946. Samið út af minningarathöfn yfir beinum Jónasar Hallgrímssonar 12. október 1946 að Bakka í Öxnadál og sungið þar af Helgu Jónsdóttur.

Á heiðum móka. – Einsöngslag frá 18. maí 1935. Endursamið að mestu sem dúett við textann: Í skuggafylgsni 23. okt. 1953.

Á Hólum.– Karlakórslag frá 23. maí 1932. Prentað í 88 Kórlög 1945, samið samkvæmt beiðni í tilefni af 50 ára afmælishátíð Hólaskóla, sem fór fram þar á staðnum 25. júní sama ár og sungin þar í fyrsta skipti af karlakórnum Geysi á Akureyri.

Á þig, Jésú Krist, ég kalla.Sálmalag frá 1920.

Á útiskemmtun.– Göngulag frá 3. júní 1956.

Að hjarta Guðs ég halla mér.– Sálmalag frá 1914. Fjölritað í Kóralbókarviðbætinum 1946. Óbreytt.

Að sumbli. – Söngvísa frá 4. ágúst 1959.

Aðfangadagskvöld. – Dúett frá 4. des. 1923. Prentað í Prestafélagsritinu og 77 söngvum fyrir barna- og kvennakóra.

ADVENIAT REGNUM TUUM – TIL KOMI ÞITT RÍKI: Kantata fyrir blandaðan kór með píanó eða orgel undirspili. Uppkast frá tímabilinu 24. nóv. til 27. des. 1924, við enskan biblíutexta. Hreinskirfað án verulegra breytinga fyrra hluta janúar 1925, og loks til fullnustu, með enskum og íslenskum texta, 1947. Fyrst sungin opinberlega í Winnipeg 23. febrúar 1926, og vakti þá svo mikla athygli, að samtök voru mynduð meðal V. Íslendinga um að styrkja mig til náms við Konunglega Hljómlistaskólann í London. Síðan hefur þessi kantata oft verið sungin beggja megin hafsins.

Áfram geysar ævidaga straumur.Laglínan frá1910, en rifjað upp og umskrifað fyrir sólórödd með undirleik 17. okt. 1951.

Afturelding. – Söngvísa fyrir blandaðan kór frá 13. okt. 1954.

Áin.– Einsöngslag, samið 23. -29. okt. 1932. Prentað í Tónhendum 1933. Á þessu ári hreinskrifaði ég Strengleika að fullu og frumsamdi til þeirra þrjú númer fyrir utan ýmsar lagfæringar.

Akrafjall.– Söngvísa fyrir blandaðan kór, frá 13. ágúst 1954.

Aldarminni.– Karlakórslag frá 1930. Prentað í 88 Kórlög.

Aldirnar flýja. – Sálmalag frá 7. ágúst 1949.

Aldrei skal ég eiga flösku.– Söngvísa frá 28. sept. 1957.

Álfadans.Að mestu frá 1922 og eru slitrur af því tekin upp í Skrúðsbóndann. Annars hreinskrifað og talsvert betrumbætt 10- 11 ágúst 1952.

Alltaf fækka aumra skjól.– Einsöngslag frá 27. maí 1937.

Andvaka.– Einsöngslag frá 11. nóvember 1929. Prentað í 66 Einsöngslög.

Andvari.– Karlakórslag frá 22. maí 1938, og

Anna frá Hvammi.– Söngvísa fyrir blandaðan kór. Tekið upp úr tónhendingaskriflu og raddsett 17. apríl 1952.

Ása kom í konungsgarð.– Kvennadúett, úr sjónleiknum Melkorka, frá 2. apríl 1954.

Ása sat í lundinum.– Einsöngslag frá 2. des 1954.

Ásbyrgi. – Söngvísa frá 28. feb. 1911. Hirt löngu síðar og loks útsett fyrir karlakór 26. mars 1951.

Ástaglettur.– Píanólag frá 1922. Hreinskrifað með smáveigis breytingum 1941. Prentað í Hljómblik 105 etc. 1948.

Ástarsæla. – Einsöngur frá 6. des. 1938.

Ástavísur til æskustöðva.– Söngvísa fyrir blandaðan kór frá 18. apr. 1953.

Ave María.– Einsöngslag frá 31. maí 1936. Prentað í 66. Einsöngslög.

 

B

Bænin má aldrei bresta þig.– Sálamalag, samið kringum miðjan nóv. 1909, og prentað óbreytt í Prestafélagsritinu 1929.

Bak við fjöllin.– Karlakórslag frá 5. jan. 1936. Pr. 88 Kórlög.

Bíllinn.– Karlakórslag frá 27. okt. 1935. Pr. í 88 Kórl.

Blunda, barnið góða.– Söngvísa fyrir blandaðan kór frá 25. jan.1953.

Brúðurin á Dröngum.– Einsöngslag frá 17. – 18. des 1931.

 

D

Dags lít ég deyjandi roða.– Einsöngslag samið í nóvember 1923. Prentað í 66 Einsögnslög 1945.

Dagur er liðinn. – Einsöngslag frá sama tíma og prentað í sömu bók og 105.

Dagur reiði.– Sálmalag frá 16. mars 1946.

Daladóttir.– Einsöngslag frá 23. og 24. des 1931.

DÁNARKVEÐJA. Í minningu um Guðrúnu Stefánsdóttur að Haga í Þjórsárdal, samið að ósk móður hinnar látnu. Þetta tónverk er í þrem þáttum: I Andlátsbæn, II Sorgargöngulag og III Móðurkveðja. Samið milli jóla og nýárs 1943, í hljóðfærabúnaði, píanó eða orgel. Eru forsendur að þessu tónverki athyglisverðar á ýmsan hátt og mun ég skjalfesta þær annars staðar. Samt skal þess getið hér að móðir hinnar látnu, J. Margréti Eiríksdóttur, fórust svo höfðínglega öll afskipti í þessu sambandi að slíkt mun vera dæmalaust og á ég því afar hugljúfar minningar í sambandi við þetta tónverk og allt því viðkomandi. Meðal annars lét Margrét prenta það á sinn kostnað í 100 tölusettum eintökum.

Dauðsmanns sundið.– Einsöngslag frá 16 júní 1925. Prentað í 66 Einsöngslög 1945.

Deyjandi barn. – Einsöngur frá 13-15 des. 1954

Djákninn á Myrká.– Söngvísa fyrir blandaðan kór frá 6. jan. 1959.

Djúpa tár.– Einsöngur frá 4. nóv. 1954.

Draumadísin.– Einsöngslag frá 13.- 16. jan. 1933. Prentað í 66 Einsöngslög 1945.

Draumur þrælsins.– Einsöngslag, samið 14. – 16 nóvember 1931.

Draumvísa.– Íslenskt þjóðlag úts. fyrir karlakór 29. feb. 1952.

Drottinn sigrar. – Einsöngur frá 15. apríl 1956.

Drottinn vakir. – Hirt upp af blöðum frá 1914 og hreinskrifað fyrir sólórödd með undirspili 21. maí 1949.

Drottinn, er dagsfagur ljómi.– Einsöngslag frá 23. ágúst 1932.

Drottinn, ó, Drottinn vor. – Sóló og kór með undirspili, frá 14. jan. 1931.

Drottinn, sem veittir.– Blandaður kór frá 15. jan. 1959, unnið úr eldri drögum.

Dýpst í þankans djúp þótt við köfum.– Sálmalag frá 28. júlí 1945. Þetta lag tekið upp í Kóralbókarviðbætinum 1946. 

Dýrð í hæstum hæðum.– Sálmalag frá 23. júlí1945.

Dýrlegt kemur sumar.– Sálmalagfrá7. ágúst 1945.

Dýrlegur dagur.– Einsöngslag frá 8. maí 1956.

 

E-É

Ef þín djúpu augu?– Söngvísa f. blandaðan kór frá 22. okt 1951. Steypt upp úr rissi frá 1912.

Eftirspil. Frá 1914. Endanlega hreinskrifað löngu síðar með nokkuð breyttri raddsetningu. Prentað í Hljómblik 105 etc. 1948.

Ég á orðið einhvernveginn ekkert föðurland.– Söngvísa fyrir blandaðan kór, frá 21. apríl 1952.

Ég bið þig um blessun þína.– Sálmalag, hnuslað úr gömlum srögum 10. júní 1949.

Ég elska yður, þér Íslandsfjöll.– Karlakórslag frá 1914. Prentað í 88 Kórlög 1948. Óbreytt.

Ég er svo ein.– Söngvísa fyrir blandaðan kór frá 7. ágúst 1959.

Ég hafði vaðið villueld.– Einsöngslag frá 2. febrúar 1942. Bæði þessi lög eitthvað fáguð síðar.

Ég hélt í Drottins hönd. Helgilag frá 20. sept. 1948.

Ég heyrði hundrað sögur.– Einsöngslag frá 5. des. 1958.

Ég horfi ein.– Kórlag með einsöng frá 11. maí 1934. Prentað íblandaðri og samkynja útsetningu í 88 Kórlög.

Ég horfi yfir hafið. – Einsöngslag með dúett kafla, lokið 30. maí 1956.

Ég kem í auðmýkt.– Sálmalag samið á Jólanótt 1935. Prentað.

Ég kveiki á kertum mínum.– Sálmalag frá 19. apríl 1952.

Ég las um himinött,- sálmalag frá 28 júlí 1945, tekið upp í Kóralbókarviðbætinum 1946. 

Ég man það sem barn.– Einsöngslag frá 12. nóv. 1934.

Ég þig tilbið.– Einsöngslag frá 1923. Prentað óbreytt í 66 Einsöngslög 1945.

Ég trúi á Guð.– Sálmalagfrá 3. ágúst 1945.

Ég vil elska mitt land.– Einsöngslag frá 20. júlí 1935.

Ég vildi.– Einsöngslag frá 18. júlí 1932.

Ein er upp til fjalla.– Söngvísa fyrir blandaðan kór frá 1937.

Einráð drottning öræfanna.– Karlakórslag frá 2. ágúst 1947. Samið vegna vígslu Jökulsárbrúar á Fjöllum og sungið við þá athöfn.

Eitt lítið blóm. – Einsöngslag frá 20. jan. 1936. Pr. í 66 Einsöngslög.

Elfan.– Karlakórslag frá 31. jan. 1959.

Enn skín mér sólin skæra.– Sálmalag frá 1911, en ögn breytt síðar. Var það oft sungið við messur í Tjaldbúðarkirkju í Winnipeg hin næstu misseri í organista tíð Jónasar Pálssonar.

Er líður að hausti.– Einsöngslag. Upphaflega nr. 41 ífyrsta uppkasti af Strengleikum, samið kringum miðjan maí 1916. Hreinskrifað með litlum breytingum við þennan texta 27. okt. 1951.

Er sól kyssir fjöllin.– Sóló með undirspili og viðlagi fyrir blandaðan kór. Uppkast frá 1920, en steypt upp með talsverðum breytingum 21. maí 1949.

Ert þú það land?– Blandaður kór frá 19-20. okt. 1958.

Eyðibýlið.– Söngvísa fyrir blandaðan kór frá 25. jan. 1953

 

F

FAÐIR VOR.– Kórlag án undirleiks. Samið fyrir messuform íslensku Unitarakirkjunnar í Winnipeg, 1918. Tekið upp í Kóralbókarviðbætinn 1946.

Fagna þú sál mín.– Sálmalagfrá 12. júlí 1949.

Fagna þú, sál mín.– Sálmalagfrá 29. janúar 1946.

Fagra sá ég veröld.– Einsöngur. Samið 1918, sem nr. 15 í uppkastinu að Friður á Jörðu. Hreinskrifað af svipuðum ástæðum og númerið á undan, með öðrum texta og breyttu undirspili, 25. október 1951.

Fánasöngur iðnaðarmanna.– Karlakórslagfrá 1944. Þrjú síðasttalin lög prentuð í 88 Kórlög.

Far, veröld, þinn veg.– Sálmalag steypt upp úr laglínu frá 1910, 28. nóv. 1953.

Farðu vel, ástmey.– Söngvísa frá 1910. Hirt löngu síðar og útsett fyrir blandaðan kór.

Feðra og mæðra minnast hjörtu klökk. – Sálmalagfrá 15. mars 1946.

Ferðalok.- Söngvísa fyrir blandaðan kór frá 5. feb. 1953.

Festing víða,- Sálmalag frá 29. júlí 1945, tekið upp í Kóralbókarviðbætinum 1946.

Fjallkonan.– Söngvísafyrir blandaðan kór, frá 20. febrúar 1945.

Fljótsdalshérað.– Söngvísa fyrir blandaðan kór frá 9. sept. 1954.

Fölnun.– Einsöngslag frá 24. október 1936.

Forsjónin.– Einsöngslag frá 1923. Hreinskirfað með nokkrum breytingum 1933. Prentað í 66 Einsöngslög 1945.

Forspilfrá 1917. Upphaflega millispil, nr 6, í uppkastinu að Friður á Jörðu.

Hreinskrifað óbreytt að kalla 1941.

Forspil í G-moll,frá 1920. Prentað óbreytt í Hljómblik 105 etc.

Frelsishetja, friðargjafi.– Sálmalag frá 25. september 1951.

Friðarbæn.– Einsöngslag frá 10.-11. febrúar 1943. Prentað í 66 Einsöngslög.

FRIÐUR Á JÖRÐU. – Oratóríó í fjórum þáttum með píanóundirspili. Varð uppkastið að nr. 1-3 til í janúar 1917, og 4-6 síðla sama ár, afgnangurinn af fyrsta þætti. öðrum þætti og fyrri hluta þrjiðja þáttar 1918, og uppkastinu að öllu verkinu ekki lokið fyrr en 20. marz 1919. Fyrstu 5 númerin ásamt nýju forspili hreinskrifuð 1926, og afgangurinn á tímabilinu frá miðjum maí 1933 til 12. júní 1934, með allmiklum breytingum, meðal annars frumsamin nr. 6, 10, 12, 14, 16, og 47, og nr. 17 að miklu leyti. Þá var og verkið stytt um þrjú númer. Annars heldur heildarsvipur verksins sér í aðaldráttum. Fluttir hafa verið samfelldir þættir úr því vestanhafs, á Akureyri og í Reykjavík. Prentað 1944. Á tímabilinu frá kringum miðjan maí til 12. júní 1934 umskrifaði ég Frið á jörðu með allmiklum breytingum. Samdi m.a. fimm númer að nýju og allmörg að meira og minna leyti. Urðu þar eftir aðeins tvö númer, sem ekkert var hróflað við.

Frítt er og vítt um fjallaslóð.– Söngvísa fyrir blandaðan kór. Uppkast frá 1914 en hreinskrifað með lítilsháttar breytingum 1939. Prentað í 88 Kórlög 1948.

Frjálst er í fjallasal.– Tilbrigði fyrir blandaðan kór, frá 1920. Prentað óbreytt í 55. Söngvasafni LBK. 1948.

Fúga í A-moll frá. 31. okt. 1926. Prentuð í Hljómblik 105 etc. 1948.

Fúga í G-dúr,frá 7. nóv. 1926.

Fúga í G-moll.– Samin fyrir píanó haustið 1919, ensíðar sett út fyrir pedalorgel.

Fúga yfir C-dúr tónstigann,samið um svipað leyti og næsta númer á undan. Prentað í Hljómblik 105 etc. 1948.

Fúga yfir söngvísuna „Til austurheims vil ég halda,“frá 11. og 12. apríl 1928. Prentað í Hljómblik 105 etc. 1948.

Fúghetta íD-dúr,frá 21. marz 1928.

Fúghetta í A-dúr,hripuð 2. marz 1928.

Fúghetta í D-moll,frá 7. arz 1928.

Fúghetta í G dúr,frá 9. maí 1928. Mitt síðasta lag í London.

Fuglinn minn syngur bí-bí-bí. – Söngvísa tekið úr tónhendingaskriflu og raddsett 21.apríl 1952.

Fýkur yfir hæðir.– Einsöngslag, frá1922, hreinskrifað með smávegis breytingum 1923. Prentað í 66 Einsöngslög 1945.

Fyrr var rausn að leggja í læðing.– Söngvísa fyrir blandaðan kór frá 2. okt. 1957.

Fyrst er að vilja veginn finna. – Sálmalagfrá 27. júlí 1945, tekið upp í Kóralbókarviðbætinum 1946.

 

G

Gamla Ísland.– Söngvísa fyrir blandaðan kór frá 10. sept. 1954.

Gamla konan.– Einsöngslagfrá 27.-30. júní 1937. Prentað í 66 Einsöngslög.

Gef oss, Drottinn, geisla þína.Samið að beiðni vegna aldarafmælis Svalbarðskirkju í

Þistilfirði, 1948.

Gekk ég um grund að morgni.– Einsöngslagfrá 26. janúar 1942.

Geysir.– Karlakórslag frá 7. áúst 1936. Síðar sett út fyrir blandaðan kór.

Góða nótt.– Söngvísa fyrir blandaðan kór frá 21. jan 1959.

Góði Jésú, læknir lýða. – Einsöngslag frá 22. des. 1959.

Góður engill. – Sálmalag frá 20. júlí 1938. Sjá Kórabókarviðbæti.

Göngulagfrá 6. júní 1956.

Göngum vér fram þótt greytt sé leið.– Sálmalag frá 1910. Óbreytt, aðeins skipt um

texta.

Gott áttu hrísla. – Einsöngslag frá 6. júní 1935.

Græðum saman saman mein og mein.– Karlakórslag frá 1936.

Guð leiði þig,- Sálmalag frá 4. febrúar 1946.

Guð, allur heimur.– Sálmalag frá 12. júlí 1949.

Guð, minn guð, ég hrópa.– Sálmalag frá 21. okt 1953.

 

H

Haf, ó, þú haf.– Karlakórslagfrá 2. ágúst 1936.

Hafið rauða. – Einsöngur frá 11. des. 1959.

Hagasystur.– Einsöngslag frá 26. des. 1931. Prentað í 66 Einsöngslög 1945.

Hann Torsti.– Einsöngslagfrá 18. júní 1925. Síðar sett út fyrir kvendúett og

karlakór. Prentað í 66 Einsöngslög, 88 Kórlög og 77 söngvum.

Harmför.– Karlakórslag með sóló, frá 25. mars 1938. Prentað í 88 Kórlög.

Harmslagur.– Einsöngslag frá 30. apríl 1931. Prentað í 66 Einsönglsög. 1945.

Hátt ég kalla.– Einsöngslag frá 20. maí 1931. Prentað í 66 Einsöngslög 1945. Mun

vera mitt síðasta lag vestanhafs.

Hátt ég kalla.– Sálmalag frá 7. júlí 1948.

Haust að Strengsnesi. – Söngvísa fyrir blandaðan kór frá 31. maí 1956.

Haustlag.– Söngvísa fyrir blandaðan kór frá 2. jan. 1959.

Haustlauf.– Söngvísa fyrir blandaðan kór frá 24. okt. 1958.

Haustnótt milda. – Einsöngslag frá17. júlí 1935.

Heil og blessuð, Akureyri.– Söngvísafyrir blandaðann kór frá 1932. Prentað í 88

kórlög. Einnig til í karlakórsútsetningu.

Heilagi Guðs sonur.– Sálmalag frá 12. september 1932. Tekið upp í

Kóralbókarviðbætinn 1946 við textann: Kominn er veturinn.

Heill, fegins dagur. – Karlakórslag frá 12. maí 1944.

Heims um ból.– Tilbrigði fyrir blandaðan kór, með undirleik, frá 1920. Hreinskrifað

með örlitlum breytingum 1948. Talsvert notað sem stólvers vestanhafs.

Heklusöngur.– Karlakórslag frá 30. júlí 1956.

Helgistef.- Steypt upp úr eldri drögum 30. des. 1934. Þrú síðast talin prentuð í

Hljómblik 105 etc. 1948.

Hér ein sit ég úti á stokki.– Söngvísa fyrir blandaðan kór frá 10. nóv. 1959.

Herðubreið.– Söngvísa fyrir blandaðan kór frá 18. nóv. 1953.

Herra Jesú, hjá oss vertu.– Sálmalag frá 1909, en hreinskirfað með nokkrum

breytingum 3. ágúst 1948.

Heyr oss, Drottinn.– Kórlag fyrir blandaðan kór með undirspili. Uppkast frá 1919,

en hreinskrifað með miklum breytingum 1948. Uppkast frá 1919, en hreinskrifað

með miklum breytingum 1948.

Heyrði morgunsöng á sænum.– Söngvísafrá 28. febrúar 1945.

Heyrðu, himnasmiður. – Einsöngslagfrá 26.-27. mars 1938. Prentað í 66

Einsöngslög.

Heyrðu, hjálpin skæra.– Sálmalagfrá 26. ágúst1945.

Hin dimma, grimma hamrahöll.– Karlakórslagfrá 19. maí 1944. Úr eldri drögum.

Hinn dýrðlegi dagur.– Sálmalag frá 1934.

Hinnsta kveðja.– Söngvísa fyrir blandaðan kór frá 3. feb. 1953.

Hirðinginn.– Einsöngslag frá 12. okt. 1954.

Hljómblik nr. IIfrá 1911. Óbreytt, en endur raddsett 1934. Prentað í Hljómblik 105

etc. 1948.

Hljómblik nr. III.Frá 1914. Prentað í Hljómblik 105 etc. 1948.

Hljómblik nr. IV.Óbreytt að kalla frá 1914. Prentað í Hljómblik 105 etc. 1948.

Hljómblik nr. IX. frá 10. maí 1921. Prentað óbreytt í Hljómblik 105 etc. 1948.

Hljómblik nr. VI. Frá 1915. Prentað óbreytt í Hljómblik 105 etc.

Hljómblik nr. VII, frá 1920 en eitthvað fágað síðar. Prentað í Hljómblik 105 etc.

1948.

Hljómblik nr. VIII, frá 1920. Prentað í Hljómblik 105 etc. 1948.

Hljómblik nr. X. frá 1921. Prentað óbreytt í Hljómblik 105 etc. 1948.

Hljómblik nr. XI. frá 1921. Prentað óbreytt í Hljómblik 105 etc. 1948.

Hljómblik nr. XIIIfrá 1922. Prentað óbreytt í Hljómblik 105 etc. 1948.

Hljómblik nr. XIVfrá 1922. Prentað ögn breytt í Hlómblik 105 etc. 1948.

Hljómblik nr. XIX.(Forspil) frá 1923. Prentað í Hljómblik 105 etc. 1948.

Hljómblik nr. XV. (Dans) frá 1923. Prentað óbreytt í Hljómblik 105 etc. 1948.

Hljómblik nr. XVIfrá 1923. Prentað íbreytt í Hljómblik 105 etc. 1948.

Hljómblik nr. XVII (Á skemmtigöngu)frá 1923. Prentað óbreytt að kalla í

Hljómblik 105 etc. 1948.

Hljómblik nr. XVIII. (Forspil)frá 1923. Prentað í Hljómblik 105 etc. 1948.

Hljómblik nr. XX.Prentað í Hljómblik 105 etc. 1948.

Hljómblik nr. XXI. (Þunglyndi)frá 1925. Prentað í Hljómblik 105 etc. 1948.

Hljómblik nr. XXIIfrá 1925. Prentað í Hljómblik 105 etc. 1948.

Hljómblik nr. XXIIIfrá 1926. Prentað í Hljómblik 105 etc. 1948.

Hljómblik nr. XXIX,frá 1930, öll prentuð í Hljómblik 105 etc.

Hljómblik nr. XXV.frá 16. júní 1930. Prentað í Hljómblik 105 etc. 1948.

Hljómblik nr. XXVI, frá 1930.

Hljómblik nr. XXVII, frá 1930.

Hljómblik nr. XXVIII, frá 1930.

Hljómblik nr. XXX, (Rökkursstef)endanlega skjalfest 1931, en grunnhending frá

1915. Prentað í Hljómblik 105 etc.

Hljómblik nr.1. Þetta er fyrsta lag, sem ég skjalfesti vestanhafs, síðsumars 1911, ögn

breytt að frágangi, er ég hreinskrifaði það ásamt fleira smásmíði í desember 1931.

Prentað í Hljómblik 105 etc. 1948.

Hljómblik nr.V. – Steypt upp úr rissi frá 1915, 9. jan. 1935 og prentað í Hljómblik

105 etc. 1948.

Hljómblik nr.XII ( Forspil).Steypt upp úr tvenns konar rissi frá 1922, 1944. Prentað

í Hljómblik 105 etc. 1948.

Hljómblik nr.XXIV. (Huggun)frá 1926 Prentað í Hljómblik 105 etc. 1948.

Hljómblik XLfrá 23. feb. 1935 og

Hljómblik XLIfrá 11. júlí 1936.

Hljómblik XLIIfrá 12. júlí 1936 og:

Hljómblik XLIIIfrá 17. júlí 1936. Öll pr. í Hljómblik 105 etc.

Hljómblik XLIVfrá 17. ágúst 1936. Prentað í Hljómblik 105 etc.

Hljómblik XLIXfrá 27. febrúar 1945. Óprentað.

Hljómblik XLV (Spaug)frá 18. júlí 1941.

Hljómblik XLVIfrá 19. júlí 1941.

Hljómblik XLVII (Glaðværð)frá 26. júlí 1941. Öll þessi þrjú prentuð í Hljómblik

105 etc. 1948.

Hljómblik XLVIIIfrá 1942. Prentað í Hljómblik 105 etc. 1948.

Hljómblik XXXI,frá 1931. Prentað í Hljómblik 105 etc.

Hljómblik XXXII. Prentað í HLjómblik 105 etc.

Hljómblik XXXIIIfrá janúar 1932. Prentað í Hljómblik 105 etc.

Hljómblik XXXIVfrá 4 júní 1933.

Hljómblik XXXIXfrá 4. júní 1935. Prentað í Hljómblik 105 etc.

Hljómblik XXXVfrá 5 júní 1933. Eru bæði þessi Hljómblik prentuð í Hljómblik 105

etc. 1948.

Hljómblik XXXVIfrá 17 ágúst 1934. Prentað í Hljómblik 105 etc.

Hljómblik XXXVIIfrá 23. des. 1934.

Hljómblik XXXVIIIfrá 30. des. 1934.

Hljótt er húmið væra. – Söngvísa fyrir blandaðan kór frá 15. ágúst1958.

Hósíanna.– Kór með undirspili. Uppkast frá 1914 en umskrifað með ögn breyttri

útfærslu 1917. Þetta lag og: Í upphafi var Orðið, voru mínar fyrstu tilraunir við

gagnradda stíl.

Hugfró.– Einsöngslagfrá 15.-16. júní 19937. Hreinskrifað síðar, stytt ig eitthvað

meira breytt.

Huggun.– Einsöngslag. Byggt upp úr rissi frá 1912, 23. okt. 1951.

Hugsað heim.– Söngvísa fyrir karlakór. Riss frá 1940, steypt upp með miklum

breytingum 10. sept 1954.

Hvað er Hel.– Sálmalag frá 21. jan. 1930.

Hvað er það ljós?– Sálmalag frá 28. júlí 1945.

Hvað hefur þú, minn hjartkær Jesú, brotið?– Einsöngslagfrá 2. júní 1956.

Hvað hjálpar þér í heimsins glaumi.– Sálmalag frá 6. júlí 1948.

Hvar ertu? – Karlakórslag frá 12. og 13. feb. 1935. og

Hvar eru fuglar?– Einsöngslag frá 13. apríl 1956.

Hvar lífs um veg þú farinn fer. – Sálmalag frá 1920 óbreytt.

Hvar mun skjól og frið að fá.– Einsöngslag frá 12. feb. 1933. Síðar útsett fyrir

blandaðan kór. Prentað í 66 Einsöngslög, Söngvasafni LBK. 55 og 88 Kórlög.

Hve gott í Jesú ástarörmum. Sálmalag frá 1913. Óbreytt.

Hver á sér fegra föðurland? Karlakórslag frá 11. maí 1944.

Hver vill sitja og sauma. – Söngvísa fyrir blandaðan kór frá 24. jan. 1953.

Hvítur í lofti ljúfu. – Blandaður kór frá 22. des. 1959.

Hvöt. – Ættjörð kallar. – Söngvísa frá 25. apríl 1952.

 

I-Í

Í Arnastapagili. – Karlakórslag frá 28. nóv. 1954.

Í dalnum. Einsöngslag frá 22. maí 1932. Sérprentað 1933 og líka í 66 Einsöngslög.

Í fáskrúðsfirði. – Söngvísa fyrir blandaðan kór frá 18. ágúst 1959.

Í föðurgarði fyrrum. – Söngvísa fyrir blandaðan kór frá 18. maí 1959.

Í hljóðri kyrrð. – Einsöngslag frá 1923. Ögn breytt síðar. Prentað í 66 Einsöngslög

1945.

Í rökkurró. - Kórlag úr Strengleikum samið 1932. Einnig til sem einsöngslag. Prentað í 66 Einsöngslög og 88 Kórlög í tveimur útsetn.

Í skemmu sat mærin. – Kvennadúett, úr sjónleiknum Melkorka, frá 1. apríl 1954.

Í upphafi var orðið. – Sóló og kór með undirspili. Uppkast frá 1914, en umskrifað

með viðbótar útfærslu 1917. Talsvert notað sem stólvers í íslenskum kirkjum

vestanhafs.

Impronto, frá 20. des. 1956.

Innþrá – Oh that I might. – Einsöngslag frá 6. júní 1926.

Interlude fyriri píanó eða orgel, frá 17. okt. 1926. Prentuð í Hljómblik 105 etc.

Invention I tvírödduð, frá 6. okt. 1926. Mitt fyrsta lag í London. Prentað í

samhljómum Kr. Ingvarssonar 1936.

Invention II tvírödduð frá 10 okt. 1926. Prentuð í Hljómblik 105 etc. 1948.

Invention III þrírödduð, frá haustið 1926.

Invention IV. frá 22. apríl 1932. Tvírödduð.

Ísland er land þitt. – Söngvísa fyrir blandaðan kór, samið við annan texta 1923.

Ísland, ó Ísland. – Söngvísa fyrir blandaðan kór, frá 18. maí 1940. Prentað í 88

Kórlög.

Íslands æskulýður. – Söngvísa frá 25. apríl 1925 (misritað? á líklega að vera 1952/

innsk. FBA).

Íslands Hrafnistumenn. – Karlakórslag frá 1939. Prentað í 88 Kórlög.

Íslands lag. – Sóló með kór. Samið kringum mánaðarmótin júlí og – ágúst 1914.

Óbreytt að undanteknu forpúi. Upphaflega skrifað fyrir karlakór en útsett einnig

fyrir blandaðan kór 1935. Prentað í Ljóð og lög Þórðar Kristleifssonar og 88

Kórlög.

Íslands minning. – Söngvísa fyrir blandaðan kór frá 28. sept. 1957.

ÍSLANDS ÞÚSUND ÁR. – Kantata, samin á tímabilinu 7. marz til 8. júní 1929.

Fjölritun í 250 eintökum 1930 og fyrst flutt opinberlega 3. marz 1931 í

Winnipeg og nokkrum sinnum á Akureyri og í Reykjavík af Kantötukór

Akureyrar, hvarvetna við hinn besta orðstír. Er hún ein af samkeppni kantötum

vegna 1000 ára afmælis Alþingis en var útskúfað af dómnefndinni, svo sem

kunnugt er.

 

J

Já, vér þreyjum þessa eyju. – Söngvísa fyrir blandaðan kór frá 16. júní 1937, prentuð í

88 Kórlög 1948.

Jólin. – Einsöngslag frá 29. jan 1938.

Jón Ögmundsson. – Karlakórslag frá 24. nóv. 1934. Prentað í 88 Kórlög.

Jónsmessunótt. – Einsöngslag frá 12. jan. 1936. Pr. í 66 Einsöngslög.

Jörundur. – Einsöngslag. Að nokkru frá 29. nóv. 1951 en annars steypt upp úr nr. 30 í

uppkastinu að Friður á Jörðu: „Sem vorrosa hreinsa“ o.s.frv. Er raunar ekki

ánægður með textann en get helst ekki notað þann sama því hann er framhald af

næsta númeri á undan, sem ég einnig sleppti úr hreinskrift oratóríunnar.

 

K

Kæra vor. – Einsöngslag frá 19. nóv. 1933, prentað í 66 Einsöngslög 1945. Karlagrobb. – Einsöngslag frá 18. jan 1926. Prentað í 66 Einsöngslög.

Klukknahljóð kallar þjóð. – Sálmalag frá 11. mars 1946.

Klukknahljóð. – Karlakórslag frá 14. febr. 1935. Bæði prentuð í 88 kórlög 1948.

Kom blessuð ljóssins hátíð. – Sálmalag frá 18. maí 1950.

Kom hann og söng. – Söngvísa fyrir blandaðan kór frá 21. jan. 1959.

Kom, dapra sprund. – Söngvísa fyrir sólórödd með undirleik, frá 22. nóv. 1938.

Kom, huggari, mig hugga þú. – Sálmalag frá 17. nóv. 1953.

Kóral fospil frá 5. júní 1926. Prentað í Hljómblik 105 etc. 1948.

Kóralforspil fyrir pedalorgel, yfrir lagið: „In dulci jubilo.“ Steypt upp úr rissi frá

1926, 5. ágúst 1941.

Kóralforspil yfir lagið: „Heimili vort og húsin með.“ Gert fyrir orgel 31. ágúst1947.

Kóralforspil yfir lagið: „Heims um ból.“ Gert fyrir orgel 5. desember 1946. Prentað í

Hljómblik 105 etc. 1948.

Kóralforspil yfir: „Í Betlehem er barn oss fætt.“ Frá 18. júlí 1938. Prentað í 88 Kórlög

1948.

Kóralforspil. Átta tilbrigði yfir lagið: „Jesú, þínar opnu undir,“ hvar af sex voru samin

26.- 28. júlí 1941, en tveim þeim síðustu bætt við 10. ágúst 1943.

Krummavísur. – Einsöngslagfrá 1924, prentað í 66 Einsöngslög.

Kveðja til Vestur- Íslendinga. – Karlakórslag frá 19. maí 1938.

Kveðja til V-Íslendinga 2. ágúst 1902. – Blandaður kór frá 19. okt. 1959.

Kveðja. – Einsöngslag, hripað upp í Mozart Sask. á sumardaginn fyrsta 1922 við

enskan texta en hreinskrifað löngu síðar óbreytt við íslenskan texta, svo líkan að

hann nálgast þýðingu.

Kveðja. – Píanólag frá 1920. Hreinskrifað óbreytt að kalla 1933.

Kvöld í skógi. – Einsöngslag frá4. og 5. apríl 1934. Prentað í 66 Einsöngslög.

Kvöld. – Einsöngslag frá 29. jan. 1959.

Kvöldbæn. –Einsöngslag, samið í júní 1922. Sérprentað 1928, og síðar í Tónhendum

1939, 66 Einsöngslög 1945 og Kóralviðbætinum 1946. Útsett fyrir blandaðan kór

án undirleiks 27. júlí 1937.

Kvöldklukkan. - Frá 1913, en fullnaðar raddsetningar: fyrir karlakór 1931, og fyrir

blandaðan kór 1939. Prentað í Tónhendum, I. hefti 1933 og 88 Kórlög 1948.

Kvöldljóð. – Karlakórslag frá 9. júlí 1936 Prentað í 88 Kórlög.

Kvölds í blíða blænum. – Söngvísa fyrir blandaðan kór, frá 13. júní 1937. Prentað í 88

Kórlög.

Kvöldvers. – Einsöngslag frá 1923. Prentað óbreytt í 66 Einsöngslög 1945.

 

L

Lægð. – Söngvísa fyrir blandaðan kór frá 20. okt. 1958.

Lækkar lífdaga sól. – Sálmalag frá 1. ágúst 1945.

Lágnætti. – Einsöngslag, samið úr eldir drögum 13. feb. 1933.

Land míns föður, - Söngvísa fyrir blandaðan kór, frá 14. maí 1944, prentað í 88

Kórlög 1948.

Landskórinn. Karlakórslag frá 15. og 16. júlí 1934. Sjá 88 Kórlög.

Láttu birta, ljóssins Herra. – Söngvísa fyrir blandaðan kór frá 25. nóv. 1954.

Láttu nú ljósið þitt. – Bænavers frá 20. okt. 1953.

Legg þú á djúpið. – Sálmalag frá 1910. Óbreytt.

Lifnar hagur, lengir dag. – Söngvísa, frá 1917, útsett fyrir blandaðan kór. Prentað í

Ljóð og lög Þ. Krls. Óbreytt.

Lífsins herra í heiminn fæddur. – Sálmalag frá 29. ágúst 1947.

Líknargjafinn þjáðra þjóða. – Sálmalag frá 18. apríl 1952.

Litli vin.– Söngvísa fyrir blandaðan kór, frá 15. september 1944.

Litlu hjónin. – Dúett frá 7. jan 1936. Pr. í 77 Söngvum. Yfirséð.

Ljóðaljóð. – Einsöngslag. Uppkast frá 12. júlí 1937, undir titlinum Sveitasæla.

Umskrifað með miklum breytingum við annan texta að hálfu leiti 21. des. 1952.

Ljóssins Faðir, Herra hár. – Einsöngslag frá 12. jan. 1933.

Ljúfi, gef mér lítinn koss. – Söngvísa frá 21. sept. 1952.

Lóan. – Karlakórslag frá 31. maí 1937. Prentað í 88 Kórlög.

Lof sé þér um ár og öld, - samið undir árslok 1909, en umskrifað með dálitlum

breytingum 14. júlí 1949.

Lofið himnanna Guð. – Dúett. Samið í mars 1915, en hreinskrifað endanlega, með

talsvert breyttu undispili 1948. Talsvert sungið vestanhafs og hér á Akureyri.

Lofsöngur. – Kór með undirspili. Uppkast frá vetrinum 1914-1915 en hreinskrifað

með talsverðum breytingum 1949.

Löng er nóttin. – Einsöngslag frá 18. júní 1926. Prentað í 66 Einsöngslög 1945.

Löngun. – Söngvísa frá 26. nóv 1953.

Lorelie. Tilbrigði fyrir karlakór, frá 1920. Prentað í 88 Kórlög 1948.

Lýðhvöt. Samið 1911 og umskrifað fyrir karlakór, hartnær óbreytt 11. ágúst 1936.

 

M

Mánadísin. – Einsöngslag frá 17 ágúst 1932. Eru bæði þessi lög prentuð í 66

Einsöngslög.

Mansöngur. – Söngvísa fyrir blandaðan kór frá 29. okt 1953.

Mansöngur. – Söngvísa fyrir blandaðan kór frá frá 28. des. 1959.

Manstu það ei? – Söngvísa fyrir blandaðan kór frá 28. okt. 1953.

Margur ber í huga harm. – Einsöngslag frá 25. júlí 1935.

Martröð. – Karlakórslag frá 1924 tilheyrandi Skrúðsbóndanum, en prentað í 88

Kórlög 1948.

Mazurka frá 31. jan. 1923. Prentað óbreytt í Hljómblik 105 etc. 1948.

Með himneskum söng. – Sálmalag frá 22. ágúst 1945.

Mér í hug og hjarta nú. – Söngvísa fyrir blandaðan kór frá 31. júlí 1945. Prentað í 88

Kórlög.

Meyjarskart. – Söngvísa fyrir blandaðan kór frá 7. des. 1958.

Mikli Drottinn, dýrð sé þér. – Sálmalag frá 1915. Ögn breytt 1948.

Mikli Drottinn, fram vér föllum. – Karlakórslag, gert samkvæmt beiðni 5. okt 1947.

Milli hrauns og hlíða. – Karlakórslag frá 4. feb. 1933. Prentað í 88 Kórlög.

Mín sál, þinn söngur hljómi. - Dúett fyrir tenór og baríton, samið 1918, en ögn stílfært

með breyttu undirspili 1920.

Minni okkar. – Gamansöngur fyrir blandaðan kór frá 13. okt. 1954.

Minning. – Karlakórslag frá 27. júlí 1932.

Mitt er ríkið. – Söngvísa frá 24. október 1939. Prentað í 77 Söngvum.

Móðir við barn. – Einsöngslag frá 1920. Hreinskrifað með nokkuð breyttu undirspili

1924. Prentað í 66 Einöngslög 1945.

Móðursorg. – Þrjú einsöngslög í samhengi: I. Sem ósungið harmljóð, frá 22. des., II.

Hvert andvarp hennar, frá 23. des og III. Láttu ekki, Guð minn, ljósið mitt, - frá

24. des. 1929. Prentað í 66 Einsöngslög.

My soul is dark. – Söngvísa frá 17. apríl 1956.

 

N

Norðanranna rekka. – Söngvísa fyrir blandaðan kór frá 18. sept. 1957.

Nótt. – Einsöngslag frá 3. ágúst 1932. og

Nóttin var sú ágæt ein. Sálmalag frá 5. ágúst 1945.

Nú á ég ei föður- né móðurmund. Einsöngslag frá 14. des. 1937.

Nú andar suðrið. – Dúett frá 1.-2. jan. 1936. Hreinskrifað með eitthvað breyttu

undirspili 22. okt 1953.

Nú andar sunnan blíður blær. – Söngvísa fyrir blandaðan kór frá 14. ágúst 1958.

Nú andar um skóginn. – Upphaflega nr. 40 ífyrsta uppkasti af Strengleikum.

Hreinskrifað með litlum breytingum við þennan texta 28. okt. 1951.

Nú blika við sólarlag. – Einsöngslag frá 11. júlí 1925. Prentað í 66 Einsöngslög 1945.

Nú breiðir nóttin blíða. – Blandaður kór frá 24. sept. 1957.

Nú dreymir allt. – Karlakórslag frá 1. ágúst 1936.

Nú enn er komin aftanstund. – Dúett og kór með sóló fylgirödd (obligato) og undirspili.

Uppkast frá vetrinum 1914-15 en hreinskrifað með talsverðum breytingum 1919. Mikið notað sem stólvers í Sambandskirkjunni í Winnipeg hin næstu ár og sungið af Kirkjukór Akureyrar á aldarafmæli séra Valdimars Briem 1. feb. 1948 og oftar við hátíðleg tækifæri.

Nú frammi fyrir þér. – Sálmalag frá 30. ágúst 1947.

Nú gjaldi Guði þökk. – Blandaður kór með undirspili, frá 1921. Hreinskrifað með

allbreyttum miðkafla 1949.

Nú gleðin skín yfir byggð og ból. – Sálmalag frá 8. jan. 1954.

Nú kólnar þér, fugl minn. – Einsöngslag frá 8. febrúar 1938.

Nú sit ég er sólin hnígur. – Einsöngslag frá 10. nóv. 1933.

Nú skal söngur hjartahlýr. – Söngvísa frá 1910, við textann: Eitt er landið ægi girt. En

útsett fyrir karlakór og lagað eftir þessum texta síðast í maí 1944. Óbreytt að undantekinni sjöttu hendingunni. Prentað í 88 kórlög 1948.

 

O-Ó

 

Ó, bessuð vertu, sumarsól. - Blandað kórlag steypt upp úr stöku frá 1915, 9. júlí 1945.

Prentað í 88 Kórlög.

Ó, blessa, Guð, vort feðrafrón. – Sálmalag, samið sérstaklega fyrir Íslendingadaginn í

Winnipeg, 26. júní 1930 og útsett fyrir karlakór.

Ó, blessuð vertu sumar sól. – Söngvísa frá 30. okt. 1953.

Ó, Drottinn, minn Guð. – Terzett með undirspili, fyrir sópran, tenór og bassa. Samið í

janúar 1915 og sungið á konsert í Skjaldborgarkirkju í Winnipeg í febrúar sama ár

ogoft síðan á ýmsum konsertum vestanhafs og enda hér heima. Hreinskrifað

óbreytt að kalla 1933.

Ó, fögur er vor fósturjörð. – Einsöngslag frá 22. maí 1933. Bæði þessi lög eru prentuð

í 66 Einsöngslög 1945.

Ó, Herra, lát í heimi það. – Sálmalag frá 1940.

Ó, hversu sæll er hópur sá. - Einsöngslag frá 20. febrúar 1931.

Ó, Jesú, barn, þú kemur nú í nótt. – Sálmalag frá 5. ágúst 1949 umskrifað síðar í

breyttum rithætti.

Ó, syng þínum Drottni, - Kór með sóló og undirspili. Samið veturinn 1915, en

umskrifað nokkrum breytingum 1920, og loks hreiskrifað til fullnustu 1948. Mikið

notað sem stólvers í Sambandskirkjunni í Winnipeg.

Ó, vorið er lifnað í lundum. – Söngvísa frá 29. okt. 1953.

Oss kenn sem best að biðja. – Sálmalag frá 27. okt 1953.

 

P

Prelude frá 1933. -Úr eldra rissi.

Prelude, frá 1920. Óbreytt að kalla.

 

R

Renn blíði svefn. – Einsöngslag frá 1940 22. apríl 1940.

Réttláti Drottinn. – Sálmalag frá 20. apríl 1954.

Rósamunda. Karlakórslag frá 19 feb. 1934. Eru bæði þessi lög prentuð í 88 Kórlög

1948.

 

S

Sá Guð, sem gaf mér sýn. – Söngvísa fyrir blandaðan kór frá 12. júní 1957.

Sá ljósi dagur liðinn er. – Sálmalag frá 1920. Óbreytt.

Sælir eru þeir, sem heyra Guðs orð. – Kórlag án undirleiks, frá 1920. Samið fyrir

messuform íslensku Unitarakirkjunnar í Winnipeg. Tekið upp í

Kóralbókarviðbætinn 1946.

Sál mín, bíð þú, bið og stríð þú. – Sálmalag frá 1910. Óbreytt að mestu.

Sál mín, bíð þú. – Einsöngslag, samið 22. og 23. júlí 1933 í minningu Hallgríms

Davíðssonar, verslunarstjóra og sungið við jarðarför hans. Prentað í 66 Einsöngslög.

Samvinnusöngur. – Karlakórslag frá 21. júní 1938. Öll þrjú síðasttöldu prentuð í 88

Kórlög 1948.

Sands of Dee. Deeársandur. – Kórlag án undirleiks frá 1926. Síðar sett út fyrir

einsöng með píanó undirspili og kórlag með undirleik.

Sandý Bar. – Söngvísa fyrir blandaðan kór frá10. júní 1957.

Sé Drottni lof og dýrð. – Sálmalag frá 1914, lítt eða ekki breytt.

Sé ég blikubólstra svarta. – Einsöngslag frá 21. sept 1935. Pr. í 66 Einsöngslög með forskriftinni: Sæla ung er söng mér vakti.

Sem bliknar fagurt blóm á engi. – Sálmalag, samið á nýársdag 1910, og hreinskrifað

lítt breytt 4. apríl 1935.

Sem vorsól ljúf, er lýsir grund. – Sálmalag frá 9. des. 1953.

Senn er að sölum unnar. – Þríraddaður kvennakór með sóló, úr sjónleiknum

Melkorka, frá 3. apríl 1954.

Serenade. – Einsöngslag samið við enskan texta í nóvember 1923. Hreinskrifað til

prentunar með ögn breyttu undirspili 1924, og prentað í Chicago sama ár. Var

það mitt fyrsta lag á prent.

Síðasta nótt Jóns Arasonar. – Einsöngslag frá 18. júlí 1940.

Sigling inn Eyjafjörð. – Söngvísa fyrir bl. kór frá 1934.

Siglufjörður. – Karlakórslag frá 1938.

Sígur yfir húmið hljóða. – Karlakórslagfrá 16.-18. apr. 1936. Prentað í88 Kórlög.

Sjá í fjarsýni brosir við blíð. – Upphaflega nr. 10 í uppkastinu að Friður á Jörðu,

samið öðru hvoru megin áramóta 1917- 18. En sumpart af rælni hreinskrifað

óbreytt að kalla 30. okt 1951.

Sjá, himinn og grundir. – Söngvísa fyrir blandaðan kór frá 4. jan. 1959.

Sjáið hvar sólin nú hnígur. (Frá 1913) Raddsetningar fyrir karlakór og blandaðan kór

ögn lagfærðar síðar. Hið fyrsta af lögum mínum, sem tekið var til flutnings

opinberlega og þá flutt á konsert í Skjaldborgarkirkju í Winnipeg undir stjórn

Davíðs Jónassonar 2. júní 1914. Talsvert notað sem stólvers þar vestra hin næstu

misseri. Prentað í útsetningu fyrir blandaðan kór í 88 Kórlög 1948.

Sjálfsvörn. – Karlakórslag frá 23. jan. 1960.

Sjómannabæn. – Einsöngslag frá 17. maí 1932. Prentað í 66 Einsöngslög 1945.

Sjómannasöngur. – Einsöngslag sumpart frá 1923 en hreinskrifað í breyttri útfærslu

og nokkuð breyttu formi vegna nýs texta 1941.

Skagafjörður. – Karlakórslag frá 30. maí 1932. Voru bæði þetta lag og „Á Hólum“

samin samkvæmt beiðni í tilefni af 50 ára afmælishátíð Hólaskóla, sem fór fram

þar á staðnum 25. júní sama ár og sungin þaðr í fyrsta skipti af karlakórnum

Geysi á Akureyri.

Skaparans minnstu. – Sálamalag frá 8. september 1949.

Skín guðdómsljós. – Sóló og kór með undirspili. Samið milli jóla og nýárs 1930.

Síðar tekið upp í Skrúðsbóndann við annan texta.

SKRÚÐSBÓNDINN var saminn 1939, þ.e.a.s. leikritið. En tilheyrandi músik er frá

ýmsum tímum, bæði eldri og yngri, enda var sá þáttur Skrúðsbóndans ekki

hreinskrifaður fyrr en 1954. Nokkur lög eru tekin inn í leikritiðsem upphaflega

voru samin í öðru skyni svo sem: FAÐIR VOR, frá 1918, Sælir eru þeir, frá

1920 og Ó, ljóssins Faðir, frá 1929 og auk þess þrjú algeng sálmalög. Hitt varð

til sem hér segir: Forleikurinn 1921-1924, Forspilið að III þætti 1926 og að V

þætti 1935. Það sem á vantaði varð svo til á árunum 1939, 40, 41 og enda síðar,

þar sem músikin varð ekki fullsteypt fyrr en 1954, sem að ofan greinir.

Snemma lóan litla í. – Söngvísa frá 28. okt. 1953.

Sofðu unga ástin mín (Vögguvísa Höllu). – Einsöngslag frá síðla árs 1923 eða

snemmendis 1924. Eitt af mínum þekktustu einsöngslögum, sérprentað um

1932 og síðar í 66 Einsöngslög 1945.

Söguöld er upp að nýji runnin. – Karlakórslag frá 23. sept. 1947, sungið við vígslu

Jökulsárbrúar ásamt „Einráð drottning öræfanna“.

Sól skín á tinda. – Blandað kórlag frá 10. ágúst 1958.

Sól. – Kóral-fantasía fyrir blandaðan kór með undirleik, frá 1936.

Sólin ei hverfur. – Einsönglsag frá 2. maí 1936. Pr. 66 Einsöngslög.

Sólin rann, ljós leið. – Franskt sálmalag, útsett fyrir blandaðan kórmeð undirspili í

júní 1926. Hreinskrifað óbreytt að kalla 1948.

Sonaline. Tekið upp úr skriflu frá 1921 og hreinskrifað 14- 20 ágúst með allmiklum breytingum, meðal annars alveg nýjum miðkafla: Larghetto Cantabile.

Sönggyðjan. – Söngvísa fyrir blandaðan kór frá 3. feb. 1959.

Söngheilsan. – Karlakórslag frá 3. júní 1936. Prentað í 88 Kórlög.

Sönglistin. – Söngvísa fyrir blandaðan kór. Samið við annan texta 27. júlí 1937.

Umskrifað síðar.

Söngur Björns. – Einsöngslag frá 6. nóv 1937. Prentað í 66 Einsöngslög.

Söngur Þuríðar. – Einsöngslagfrá 18. ágúst 1938. Prentað í 66 Einsöngslög.

Söngur ungra Framsóknarmanna. – Söngvísa fyrir blandaðan kór. Hripað samkvæmt

beiðni1939.

Söngvarinn. – Söngvísa fyrir blandaðan kór frá 21. maí 1957.

Sorgargöngulag. Hnuslað upp úr blíantsrissi frá 1916 er ég hafði frumuppkastið að

Strengleikum í smíðum, 25. mars 1952.

Staka eða söngvísa. Tekið upp úr sömu tónhendingaskriflu og ýmis ofangreind lög og

raddsett 23. apríl 1952.

Staka frá 12. ágúst 1941.

Staka frá 2. apríl 1936. Pr. í Hljómblik 105 etc.

Staka frá 24. desember 1943.

Staka frá 267. mars 1944.

Staka frá 28. ágúst 1941.

Staka í D -moll frá 1. júní 1956.

Staka í D-moll, frá 8. júní 1957.

Staka í G. Úr gamalli skriflu 4. apríl 1952.

Staka nr. 1. Hreinskrifað ögn breytt 1934. Prentað í Hljómblik 105 etc. 1948.

Staka nr. 10 (Kóral) frá 1926. Prentað í Hljómblik 105 etc. 1948.

Staka nr. 11. frá 10. okt. 1942.

Staka nr. 12. frá 10. okt 1942.

Staka nr. 13. frá 6. okt. 1942.

Staka nr. 14. frá 11. október 1042. Allar af eldri blöðum.

Staka nr. 15. frá 5. okt.1942.

Staka nr. 16. frá 7. okt. 1942 Þessar þrjár síðustu hirtar úr rissi frá ýmsum tímum, svo og fleiri hér á eftir.

Staka nr. 17 frá 13. ágúst 1942. Allar númeraðar stökur og hljómblik er prentað í

Hljómblik 105 etc.

Staka nr. 18. frá 25. des 1943.

Staka nr. 19. (Forspil) frá 1922. Prentað óbreytt að kalla í Hlómblik 105 etc. 1948.

Staka nr. 2. Frá því vorið 1911. Mun það vera síðasta lag, sem ég skjalfesti áður en ég

fluttist vestur um haf, sem nokkurn veginn heldur sinni upprunalegu mynd, en þó

hreinskrifað, ögn breytt, 1. ágúst 1934. Prentað í Hljómblik 105 etc. 1948.

Staka nr. 20 frá 23. mars1944. Að nokkru úr eldri drögum.

Staka nr. 21. frá 13. janúar 1944. Sumpart unnin úr eldri drögum.

Staka nr. 23. frá 1931. Prentuð í Hljómblik 105 etc. 1948.

Staka nr. 24 (Rammi slagur). Hripað upp í hátíðasal Menntaskólans á Akureyri 24.

okt. 1931. Mun vera fyrsta lag mitt á Íslandi eftir heimkomuna.

Staka nr. 25 (Sjómenn Íslands). Söngvísa frá 1939.

Staka nr. 26 (Vesturland). Söngvísa frá 1941. Prentuð í Hljómblik 105 etc.

Staka nr. 27 (Hreiðrið) frá 3. mars 1935. Bæði prentuð í Hljómblik 105 etc.

Staka nr. 28 frá 1925. Prentað í Hljómblik 105 etc. 1948.

Staka nr. 29. Hripað vegna leiksýningar Barnaskóla Akureyrar 1939.

Staka nr. 3 frá 1923. Prentað í Hljómblik 105 etc. 1948.

Staka nr. 30. (Álfadans) frá 1921. Prentað óbreytt í Hljómblik 105 etc 1948.

Staka nr. 31. (Eldgamla Ísafold). Frá 3. ágúst 1947.

Staka nr. 32. (Vordísir) Tækifærislag frá 1939. Eru allar þessar stökur prentaðar í

Hljómblik 105 etc.

Staka nr. 34. Samin vegna Barnaskóla Akureyrar í janúar 1937. Prentuð í Hljómblik

105 etc.

Staka nr. 35. Söngvísa frá 30 júlí 1941. Prentað í Hljómblik 105 etc.

Staka nr. 37. (Íslenskt þjóðlag) raddsett 31. mars 1944.

Staka nr. 38. (Íslenskt þjóðlag) raddsett s.d. 31. mars 1944.

Staka nr. 39. Íslenskt rímnalag, raddsett samtímis og nr. 36.

Staka nr. 4. frá 10. feb. 1935. Prentað í Hljómblik 105 etc.

Staka nr. 40.(Gamalt ísl. sálmalag) raddstett 9. okt. 1942.

Staka nr. 42 frá 1923. Prentað í Hljómblik 105 etc. 1948.

Staka nr. 5. (Stef), frá 1927.

Staka nr. 6. Hirt úr eldra rissi og eitthvað snyrt 1. nóv. 1936.

Staka nr. 7. Hirt á sama hátt 3. nóv. 1936. Báðar prentaðar í Hljómblik 105 etc. 1948.

Staka nr. 8 frá 6. júní 1940. Prentað í Hljómblik 105 etc.

Staka nr.9 frá 1941. Prentuð í Hljómblik 105 etc.

Staka nr. 36. (Íslenskt rímnalag). Raddsett í ágúst 1942.

STRENGLEIKAR. – Oratóríó með píanóundirspili. Uppkast fyrsta þáttar er frá

síðari hluta ársins 1915, enn annars og þriðja þáttar frá fyrri hluta ársins 1916.

Umskrifað nokkrum smávægilegum breytingum 1917 og loks hreinskrifað

endanlega 1932, með þó nokkrum breytingum, einkanlega á undirspili og ýmsri

tilhögun, meðal annars felld niður nr. 4 að hálfu leyti og nr. 7, 40 og 41 alveg,

og ný samin í þeirra stað og einnig valdir aðrir textar við tvö þau síðast töldu.

Önnur útfærsla annars óbreytt að mestu og hinum upphaflega heildarsvip

verksins hvergi raskað. Úr þessu verki hafa verið flutt megin þættir vestanhafs,

Akureyrir og Reykjavík og auk þess í Svíþjóð og Noregi.

Sumardagurinn fyrsti 1918. – Terzett, saminn í tilefni af sumarkomuskemmtuní

Wynyard Sask. 25. apríl 1918, og sungið þar í fyrsta skipti.

Sumarið mun líða. – Einsöngslag frá 28. ágúst 1954.

Sumarkvöld. – Einsöngurfrá 7. nóv. 1954.

Sumarnótt. – Söngvísa fyrir blandaðan kór frá 23. okt 1958.

Sumarósk. – Karlakórslag frá í nóvember 1924, samið eftir beiðni við enskan texta, en

umskrifað við þennan texta með breyttu niðurlagi 27. maí 1923. Prentað í 88

Kórlög 1948.

Svanaljóð. Einsöngslag frá 30. maí 1940. Prentað í 66 Einsöngslög.

Svíf þú fugl. – Einsöngslag frá 5. sept. 1933. Prentað í 66 Einsöngsl.

Svífðu nú sæta. – Einsöngslag frá 17. og 18. febr. 1923. Hreinskrifað með ögn breyttu

undirspili 1929. Prentað í 66 Einsöngslög 1945.

Svífur að haustið. – Einsöngslag samið í ágúst 1918. Prentað í 66 Einsöngslög 1945.

Svífur nú rökkur. – Einsöngslag frá 31. des. gamlársdag 1959.

Svo fjær mér á vori. – Blandaður kór frá 27. ágúst 1959.

Syng fagra land. – Karlakórslag frá 13. maí 1944.

Syng Guði dýrð. – Kórlag fyrir blandaðar raddir með undirspili, samið að ósk

Ásmundar Guðmundssonar, síðar biskups, vegna 100 ára afmælis Prestaskólans

20. sept. 1947 og sungið við þá athöfn.

Syngdu gleðinnar óð. – Söngvísa tekin upp úr tónhendingaskriflu og raddsett 22. apríl

1952.

 

T

12 tilbrigði og Coda fyrir píanó. Samið í jan. og feb. 1927 við stef frá 1911.

XX Tilbrigði og fúga yfir söngvísuna: „Stóð ég úti í tunglsljósi.“Samið fyrir píanó í

marz og apríl 1927.

Tárið (eftir R. Bay). Umsamið fyrir karlakór með sóló 22. okt. 1933. Prentað í 88

kórlög 1948.

Tíbrá frá Tindastóli. – Söngvísa frá 6. desember 1941. Síðan útsett fyrir sólórödd með

undirspili 18. október 1951.

Til eru fræ. – Einsöngslag, steypt upp úr eldri drögum 13. ágúst 1935.

Til þín ég, Drottinn, huga hef. – Einsöngslag, samið í júní 1922. Prentað óbreytt í 66

Einsöngslög 1945.

Til þín ég, Drottinn, huga hef. – Sálmalag frá 27. des. 1953.

Tilbeiðsla – Guð í náttúrunni. – Blandaður kór frá 3. júlí 1957.

Tilhugalíf. – Píanólag frá 20. jan. 1922. Stílfært með ögn breyttri útsetningu í maí

1927.

Tíminn líður, sól er sigin. – Sálmalag frá 1921. Óbreytt.

Tjáning. – Söngvísa fyrir blandaðan kór frá 20. jan. 1960.

Togarasöngur. – Karlakórslag gert fyrir nokkra sjómenn 1. júní 1954.

Tunglið, tunglið, taktu mig. – Einsöngslag frá 10. nóv 1933

Tvísýnt, skrafað, er tíðarfar. – Karlakórslag frá 10. okt. 1951. Sumpart byggt upp

úr variation VII, „Villta barnið.“

 

U-Ú

Um nótt. – Einsöngslag frá 11. ágúst 1941. Prentað í 66 Einsöngslögum.

Upp vor hugur, hjarta, rómur. – Sálmalag frá 28. jan1946.

Uppi´á himins bláum boga. – Dúett frá 31. jan. 1956.

Úr andvökusálmi. – Söngvísa frá 27. sept. 1957.

 

V

Vakning. – Karlakórslag frá 20. okt. 1951 steypt upp úr rissi frá 1911 og skipt um

texta.

Valt er hið jarðneska gæfunnar gengi. – Sálmalag frá 15. september 1949.

Vér gefum þér söng vorn. – Karlakórslag frá 24. jan. 1921, við enska þýðingu á

kvæðinu: Kanada, eftir Guttorm J. Guttormsson. Er þessi texti sérstaklega ortur við það af Sveini Bjarman 1933. Prentað í 88 Kórlög 1948.

Verði ljós. – Sálmalag frá 1910. Óbreytt.

Vertu hjá mér. – Einöngslag frá 17. nóv 1938. Samið í minningu Böðvars Bjarkan,

lögfr. Prentað í 66 Einsöngslög.

Vertu sæl. – Einsöngslag frá 19. sept. 1935 pr. í 66 Einsöngslög.

Vertu sæl. – Sálmalag frá 21. september 1948.

Vetrarkvöld. – Hugleitt í járnbrautarvagni á leið frá Leslie til Winnipwg aðfaranótt

27. mars 1912. Ögn breytt og raddsett fyrir karlakór 12. ágúst 1934. Vísan er eftir

Vopnfirðing, sem dó einstæðingur kringum síðustu aldamót. Prentaðí 88 kórlög 1948.

Vetrarnóttin. – Einsöngslag frá 1. júní 1937. Prentað í 66 Einsöngslög.

Via Dolorosa. – Einsöngslag. Minning um séra Stefán Jónsson að Þóroddsstað. Samið

að ósk sonar hans, Jóns kaupmanns, upp úr miðjum maí 1942. Tók litlum

breytingum í hreinskriftinni og er prentað í 66 Einsöngslög 1945.

Via Dolorosa. – Útfararmars frá 2. júní 1935. Síðar tekið upp í Skrúðsbóndann.

Vilta barnið. – Stef og 14 tilbrigði, samið í desember 1927. fyrir píanó. Stefið er frá

20 júlí 1918.

Við bylgjukast, við blæ frá sól. – Einsöngslag frá 17-18 okt. 1953, sumpart byggt á

laglínu frá 1910.

Við erum þjóð. – Karlakórslag frá 19. maí 1944.

Við freistingum gæt þín. – Sálmalag frá 23. september 1951.

Við kross þinn, Jesú, jafnan. – Sálmalag frá 26. ágúst 1945.

Við sérhver takmörk tíða. – Sálmalag frá 11. feb. 1954.

Við sitjum hljóð. – Söngvísa fyrir karlakór frá 3. mars 1952.

Við sumarblíðu´og sól. – Blandaður kór frá 17. jan. 1959, að nokkru

unnið úr eldri drögum.

Villtir í hafi. – Karlakórslag frá 6. og 7. sept 1938 prentað í 88 Kórlög.

Viltu með mér vaka? eða Myrkur hylur moldu. – Söngvísa tekin upp úr

tónhendingaskriflu og raddsett 22. apríl 1952.

Víst ertu, Jésú, kóngur klár. – Íslenskt þjóðlag, sett út fyrir sólórödd með undirspili

25. marz 1931. Prentað í 66 Einsöngslög 1945.

Vísur Solveigar. – Einsöngslag frá 4. des 1936. Prentað í 66 Einsöngslög.

Vögguljóð. – Karlakórslag frá 16. nóv. 1935. Pr. í 88 Kórlög.

Vögguvísa. – Einsöngslag frá 16. des. 1929. Síðar einnig sett út fyrir þrjár kvenraddir.

Prentað í 66 Einsöngslög og 77 Söngvum.

Vopnafjörður. – Söngvísa fyrir blandaðan kór, frá 17. maí 1937. Prentað í 88 Kórlög

og víðar.

Vor ævi stuttrar stundar. – Sálmalag, frá 21. ágúst 1945.

Vor Drottinn, Jesú, dýrð sé þér. – Sálmalag frá 1911. Óbreytt.

Vor dýra móðir, kristin kirkja. – Sálmalag frá 27. des. 1953.

Vor dýra móðir, kristin kirkja. – Sálmalag, samið um jólaleytið 1909 við versið: Í dag

er glatt – en umskrifað við þennan texta, með nokkrum breytingum 14. júlí 1949.

Vor Guð, oss lýsa lát þitt orð. – Sálmalag frá 1930.

Vorljóð -Nú brosir elfan. – Söngvísa frá 30. okt. 1936. Prentuð í 88 Kórlög í bæði

blandaðri og karlakórs útsetningu.

Vormenn Íslands. – Söngvísa fyrir blandaðan kór, frá 1940.

Vormorgunn. – Einsöngslag frá 8. nóv. 1931. Sett út fyrir blandaðan kór lögnu síðar

og óskast fremur á vettvangi í þeim búningi.

Vort kæra land. – Söngvísa fyrir blandaðan kór frá 17. apríl 1956.

 

Y

Yfir höfin. – Karlakórshnoð samkvæmt beiðni, frá 1. júní 1937.

Yfir voru ættalrlandi. – Karlakórslag frá 1923. Prentað í 88 Kórlög.

Yndislega ættarjörð. Frá 29. júlí 1933. Tekið upp í Kóralbókarviðbætinn, með

örlitlum breytingum 1946.

 

Þ

Þá stormar æða óðir. – Söngvísa fyrir blandaðan kór frá 26. sept. 1957.

Þá verður nóttin heiðbjört. – Söngvísa fyrir blandaðan kór frá 28. okt 1953.

Það er hart í heiminum. – Söngvísa frá 16. apríl 1956.

Þar sem söngur sali fyllir. Tækifærislag fyrir blandaðan kór vegna vígslu

Kvennaskólans á Laugalandi. Samið 28. júlí 1937. Síðar útsett fyrir kvennakór

og þannig prentað í 77 söngvum og víðar.

Þegar himinn hljóður grætur. – Einsöngslag frá 25. sept. 1958.

Þei, þei og ró, ró. – Einsöngslag frá 9. okt. 1925. Síðar útsett fyrir blandaðan kór og

karlakór. Prentað í 66 Einsöngslög, 88 Kórlög, Tónhendum og víðar.

Þér ég löngum þrýsti fast að barmi. – Laglínan frá 1912, en hirt og umskrifað fyrir sólórödd með undirleik 21. okt. 1951.

Þér sé, Guð, þökkin tjáð. – Sálmalag frá 13. feb.1954.

Þér skýla fjöll – Karlakórslag frá 1922. Prentað óbreytt í 88 Kórlög 1948.

Þeysum öll á Þingvöll. – Karlakórslag við erindi úr sjónleiknum Melkorka, frá 31.

mars 1954.

Þitt nafn er, Jesú, unun öll. – Sálmalag. Þetta er fyrsta lag, sem ég festi á pappír,

samið kringum 9. nóv. 1909, en endursamið að nokkru leyti 1920. Prentað í

Prestafélagasritinu 1929 og Kóralbók Sigfúsar og Páls 1936.

Þorkell þunni. – Söngvísa frá 4. júlí 1957.

Þótt holdið liggi lágt. – Sálmalag frá 15. september 1949.

Þótt þú langförull legðir. Samið fyrir karlakórinn Hekla í Leslie Sask. 26. jan. 1918,

og sett út fyrir blandaðan kór litlu síðar, og fyrir sólórödd með undirspili 26. jan. 1931.Var það eins konar þjóðsöngur íslendinga í Vatnabyggð og víðar á tímabili. Prentað í 66 Einsöngslög 1945 og 88 Kórlög 1948.

Þrá. – Píanólag frá 1921. Hreinskrifað ögn breytt 1933. Prentað í Hljómblik etc. 1948.

Þrek og tár. – Einsöngslag frá 19-20. jan. 1959.

Þú bláfjallageimur. Tilbrigði frá 1919. Útsett fyrir blandaðan kór, og fyrst sungið í

þeirri mynd á Íslendingadegi í Wynyard Sask. 2. ágúst sama ár.

Þú ert fögur, Akureyri. – Söngvísa frá 5. maí 1949.

Þú ert móðir vor kær. – Karlakórslag. Uppkast frá 1914 en umsamið að nokkru leiti

13. ágúst 1936. Eru þessi fjögur síðasttalin lög prentuð í 88 Kórlög 1948.

Þú kemur sem fyrr. – Karlakórslag frá 26. maí 1937. Prentað þannig í 88 Kórlög en

annars sett út fyrir blandaðan kór og tekið upp í Kóralbókarviðbætinn 1946 við

sálminn: Hvað bindur vorn hug?

Þú leggur aftur leiðir. – Laglínan frá 1910, því nær óbreytt. Útsett fyrir sólórödd með

undirleik 15. jan. 1935. Prentað í66 Einsöngslögum 1945.

Þú sæla heimsins svala lind. – Einsöngslag, steypt upp úr söngvísu frá 1911, í

desember 1927. Prentað í 66 Einsöngslög 1945.

Þú sendir, Drottinn, dögg af hæðum. Steypt upp úr íslensku þjóðlagi: „Ei glóir æ á

grænum lauki,“ 30. des. 1953.

Þú, Guð ert mikill. Sálmalag frá 9. október 1946. Úr gömlu rissi.

 

Æ

Ættjarðarást. – Einsöngslag frá 20 júlí 1941. Síðar útsett fyrir barnakór og karlakór.

Prentað í 66 Einsöngslög. og 77 Söngvum.

 

Ö

ÖRLAGAGÁTAN. – Oratóríó í tveim þáttum. Rúmum helmingi verksins kastað upp

síðari hluta ársins 1927. Hreinskrifað og betrumbætt fram að nr. 20.1928.

Síðan gripið í það hin næstu ár og verkinu endanlega lokið 6. janúar 1933. Flutt

opinberlega af Kantötukór Akureyrar 1946, bæði á Akureyri og í Reykjavík.

ÖRLAGARIMMAN. – Fantasía fyrir blandaðan kór við píanóundirleik við

Draugsglímuna úr Grettisljóðum Matthíasar. Var á prjónunum lengst allra

minna verka, fyrst hugleidd 1927 og geri ég þá uppkast að biðskákinni. Svo

líklega kringum 1940 tók ég til þar sem frá var horfið og gerði uppkast að

nálega hálfu verkinu en varð því síðan afhuga þar til í mars 1952að ég gerði

alvöru úr að hreinskrifa uppkastið og ljúka verkinu og var því loks lokið 14.

apríl 1952.

 

 



Drupal vefsíða: Emstrur