Syng þú mér nú ljúflingslag
Heiti verks:
STRENGLEIKAR
Þátttur númer:
Annar þáttur
Númer í Kantötu:
26
Lengd í mín:
3:22
Ár samið:
1915-1932
Texti / Ljóð:
Syng þú mér nú ljúflings-lag,
liðið er á dag!
Allt er röðulgulli gyllt,
góða, syngdu ljúft og milt
við minn strengjaslag!
Syngdu’ um æsku, ást og tryggð,
okkar kæru dala-byggð,
syngdu’ um sólarlag!
Sitjum þarna, unum ein
upp við þennan stein!
Röddin þín er þýð og veik,
þessum hæfir gæugjuleik,
en svo undurhrein. –
Skyldi læra lögin þín,
litli fuglinn, góða mín,
þarna’ á grænni grein?
Hvar í riti:
Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Höfundur texta:
Guðmundur Guðmundsson