Skip to Content

Sofðu rótt er rósaflos

Heiti verks: 
STRENGLEIKAR
Þátttur númer: 
Annar þáttur
Númer í Kantötu: 
33
Lengd í mín: 
8:18
Ár samið: 
1915-1932
Tóndæmi: 

You are missing some Flash content that should appear here! Perhaps your browser cannot display it, or maybe it did not initialize correctly.

Texti / Ljóð: 

Hermann Stefánsson og Kantötukór Akureyrar syngja í hljóðdæminu, tekið upp á æfingu


 

Sofðu rótt,

er rósa flos

á rúðunum frostið vefur, -

og gægist inn

um gluggann þinn

og guðvef breiðir á ársalinn

máninn á meðan þú sefur!

 

Svo hugljúf og vær er hvíldin þín:

   þú hvílir í draumi’ á rósum

með hálfluktum augum elskan mín,

   svo ástsæl hjá draummyndum ljósum.

-   Þú baðar sem barn í rósum.

 

Og gegnum blund

þú heyrir hljóm

frá hörpu minni gjalla,

þá kætist lund

   við létan óm

og lífsgleðin fyllir þig alla;

þér heyrist síð

um sumartíð

   söngur í hlíðum fjalla.

Af rúðunum frostrósir falla. –

Og ljósbúinn sér þú hvar ljúflinga her

      líður um iðgræna hjalla, -

með sumar boð

við sólarroð

í söngvum þeir á þig kalla.

- Að brjósti þér hægt ég mér halla! –

 

(Sofðu rótt,

er rósa flos

á rúðunum frostið vefur!

Sælli nótt,

söngva klið,

sælli frið,

að eilífu aldrei þú hefur!

Með skínandi krans

þig krýni’ ég í dans, -

ó, komum þá skjótt,

það er töfrandi nótt!

Ég er drottinn sá

er þitt draumland á, -

ég drotta þar meðan þú sefur!) *

*) fellt úr óratóríunni

 

Hvar í riti: 
Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson


Drupal vefsíða: Emstrur