Sígur yfir húmið hljóða
Ár samið:
1936
Texti / Ljóð:
Sígur yfir húmið hljóða,
hjúpar sjónir rökkurmóða,
stjarnan einstök úti skín.
Skjálfa hreimar hörpu minnar,
hægt sem andvörp sálarinnar.
Hún er eina unun mín.
Yfir fallþung sorg í sjónum
sál mín berst á fögrum tónum
héðan yfir langan veg.
Söngvar lyfta hrærðu hjarta
heim í landið bjarta
til þín eina elska ég.
Hvar í riti:
ÁTTATÍU OG ÁTTA KÓRLÖG (í alþýðlegum búnaði) útsett fyirir samkynja og ósamkynja raddir án undirleiks
Höfundur texta:
Guðmundur Guðmundsson