Rósamunda
Ár samið:
1934
Texti / Ljóð:
Gegnum rökkrið Rósamunda,
rennur gamla Inn.
Lyngið angrar ennþá
kringum Alpakofann Þinn.
Yfir fjöll og fagra skóga
flýgur hugur minn.
Yfir hvítum klakatindum
kviknar stjörnu bál.
Daggir glitra, dalablómin
drekka þína skál.
Þú ert heit af ást og yndi
Alpafjalla sál.
Rósamunda byggðu betur
bjálkakofann þinn.
Engin getur önnur ráðið,
Alpadrauminn minn.
Gegnum rökkrið Rósamunda
rennur gamla Inn.
Hvar í riti:
ÁTTATÍU OG ÁTTA KÓRLÖG (í alþýðlegum búnaði) útsett fyirir samkynja og ósamkynja raddir án undirleiks
Höfundur texta:
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi