Rís Íslands fáni
Heiti verks:
ÍSLANDS ÞÚSUND ÁR
Númer í Kantötu:
XII
Ár samið:
1929
Tóndæmi:
Texti / Ljóð:
Flytjendur í tóndæminu: Söngsveitin Fílharmónía og Sinfóníuhljómsveit Íslands
undir stjórn Páls Pampikler Pálssonar. Hljómsveitarútsetning Hallgrímur Helgason.
Kór
Rís, Íslands fáni. Aldir fylgja öldum,
og ættir landsins flytja þakkargjörð,
því sjálfstæð þjóð skal sitja hér að völdum,
uns Surtarlogi brennir vora jörð.
Leitum og finnum. Lífið til vor kallar.
Land var oss gefið, útsær draumablár.
Vér biðjum þess, að bygðir vorar allar
blómgist og vaxi – næstu þúsund ár.
Rís Íslands fáni from hljómblik Minningarsjóður BG on Vimeo.
Hvar í riti:
Íslensk Tónverkamiðstöð
PDF skjal:
Höfundur texta:
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi