Nú kveð ég ljóð
Heiti verks:
STRENGLEIKAR
Þátttur númer:
Annar þáttur
Númer í Kantötu:
19
Ár samið:
1915-1932
Texti / Ljóð:
Nú kveð ég ljóð, sem orti’ ég forðum ungur
til unnustunnar, hýr í vorsins næði;
það heyrði enginn annar þessi kvæði
en ég og hún. – Það losnar fjötur þungur,
er sorgin hefur lagt í ljúfling sinn,
við ljóðin glöðu, er minna’ á sælli daga;
þau söng ég þegar sat ég úti í haga
um sumarkvöld með lambahópinn minn.
- Ég söng þau, er dalgolan kyssti kinn
á kærustu minni um vormorgna ljósa
und ilmbjörkum grænum á litsblæjum rósa
með gulllokka flögrandi engilinn minn.
ég kyssti, - en blómálfar blíðir mín ljóð
í blágresis-toppunum sungu. - -
Nú flyt ég þér óðinn, mín elskaða þjóð,
með yl vorrar göfugu tungu!
Í gleði og harmi þú bifaðir barm
á barninu þínu ungu!
Hvar í riti:
Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Höfundur texta:
Guðmundur Guðmundsson