Man ég þá
Kantötukór Akureyrar syngur í tóndæminu. Höfundur stjórnar. Tekið upp á æfingu.
Man ég þá
mjúku þrá:
meyna’ að fá
heima’ að sjá!
Sem ég væri björtum borinn
blæjum morgunroðans á,
léttur, frjáls sem lóa’ á vorin
leið ég yfir dal og gil,
grund og hæðir, hennar til,
(taldi’ ei fáksins fráa sporin.
Mér finst enn sem innra brenni
einhver kvikur logi´í mér,
finst ég einhvers óljóst kenni,
er ég til þess huga renni,
sem þó löngu liðið er;
dropar hnappast út úr einni,
unaðsmynd að sjónum ber.
Það er myndin mín – af henni!
Ljúfu dagar, liðnu dagar,
lyfti þrá í ungum barm,
réttu þreyttum þróttkan arm
þegar máttarskortur bagar!
Besti eigin burði’ og þrótt,
beri ljúfust minning eigi,
yfir kalda klakavegi,
komdu blessuð, hinsta nótt!
Lifa vil ég eftir eigi
ástum vakinn, dáinn þrótt!*)
*)texti innan sviga felldur úr söngdrápunni