Lofsöngur
PRESTUR (SÓLÓ):
Þú lífsins faðir, ljóssins herra blíði.
Ó, líkna oss í þrengingum og stríði.
Vor sjón er sljó og mjög við dauðans myrkur.
og makt er bundinn trúar vorrar styrkur,
Því lífs á vegum leynist dauðans myrkur.
En þú, vor guð, er sólum lögmál setur,
og sérhvert fræ til lífsins vakið getur,
lát dropa þinnar dýrðar á oss falla.
Ó, drottinn guð.
Lát dýrðrar ljós þitt ljóma um veröld alla.
KÓRINN:
Vor lífsins faðir, ljóssins herra blíði,
mun líkna oss í þrenginum og stríði.
Þótt lífs á vegum leynist dauðans myrkur,
og lamist von og dvíni trúar styrkur,
mun sigur lífsins sigra dauðans myrkur.
Því hann, vor guð, er sólum lögmál setur
og sérhvert fræ til lífsins vakið getur,
vor lífsins faðir, ljóssins herra blíði
mun líkna oss,
mun líkna oss í þrengingum og stríði.