Ljósið er dáið
Heiti verks:
STRENGLEIKAR
Þátttur númer:
Þriðji Þáttur
Númer í Kantötu:
42
Lengd í mín:
8:44
Ár samið:
1915-1932
Tóndæmi:
Texti / Ljóð:
Upphafsbrot af laginu sem er alls 8:44 mín
Flytjendur: Kantötukór Akureyrar BG stjórnar
Upptaka frá æfingu 1951
Ljósið er dáið og dimm er nótt,
því dagur að viði´ er genginn;
um gluggann minn loftsvalinn líður hljótt, -
ég leik ekki´ um sinn á strenginn.
- Í einveru truflar mig enginn.
(En ætti ég gullstrengi glaður þá
ég gígjuna lengur stilti
og hraðar skyldi´ ég og höfgar slá
ef hærri tónum ég mætti ná
svo hljómurinn húsið fylti.
(Þeir strengir og hljómur sá hæfði þér,
sem himininn gæti rofið,
sem þrunginn í hjarta hvert þrengdi sér
með þína minning. - Þá fyndist mér,
að sætt gæti´ég loksins sofið.)
Ylji liljurnar eldskær sól,
yfir þér, ljúfan góða!
(Við þitt leiði´ á ég veldisstól,
vel mér í böli þar heldur skjól,
en gullskreyttum höllum hjá höfðingjum þjóða!
- Ég heiti´ á þig, guð minna ljóða,
gígjan mín góða,
guð minna dýrustu ljóða! )
(það sem er innan sviga er fellt úr Kantötunni)
Hvar í riti:
Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Höfundur texta:
Guðmundur Guðmundsson