Landskórinn
Ár samið:
1934
Texti / Ljóð:
Undir söngsins merki mætast
miklir flokkar einum hug.
Dísir vakna, draumar rætast
djarfir vængir heftja flug.
Ljómar geislum lífsins spor
ljúfa söngsins töfra vor.
Yngir sál við sólardrauma
sigur eflir kraft og þor.
Sjáum mætast hug og hendur
hafsisns yfir breiðu flóð
Sjáum tengjast lýð og lendur
lifi söngsins frjálsa þjóð.
Hljómi tóna tignast mál,
tendrist auðugt sumarbál,
Íslands hörpu ástargyðju
ómar tengi sál við sál.
Hvar í riti:
88 KÓRLÖG
Höfundur texta:
Kjartan Ólafsson