Skip to Content

Lágt er það smátt er það

Heiti verks: 
STRENGLEIKAR
Þátttur númer: 
Þriðji Þáttur
Númer í Kantötu: 
39
Lengd í mín: 
5:23
Ár samið: 
1915-1932
Tóndæmi: 

You are missing some Flash content that should appear here! Perhaps your browser cannot display it, or maybe it did not initialize correctly.

Texti / Ljóð: 

Kantötukór Akureyrar syngur í tóndæminu. Höf stjórnar á æfingu.Tvöfaldur kór.


 

Lágt er það, smátt er það, kumblið hið kalda,

   kumblið, sem geymir nú þín látnu bein;

aftansöng dalanna dísir þar halda

   daprar við ofurlítinn bautastein.

   Sofðu sætt og rótt,

   sofðu, góða nótt!

þangað til sofna’ ég þú sefur ein!

 

En þótt ég sofni og aldrei ég vakni

   eins og ég veit að liggur fyrir mér,

já, þó að enginn, nei enginn mín sakni,

   ánægður ég sofna rótt að brjósti þér.

   Sú er sælust trú:

   sömu leið og þú,

hjá þér að bera mín bein ég fer.

 

Þangað til strengirnir hátt skulu hljóma,

   hljóma um liðna daga, vinan mín,

þangað til geng ég í grafkumblið tóma,

   gígjan skal harmi þrungin minnast þín.

   Einn ég una skal

   innst í mínum dal, -

skuggarnir lengjast og dagur dvín!

 

Hvar í riti: 
Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson


Drupal vefsíða: Emstrur