Kvöldljóð
Ár samið:
1936
Texti / Ljóð:
Nú flétta norðurljós bleikrauð bönd,
að barmi nætur dagur hnígur,
og máninn ýst við Ránarrönd.
Með röðul blæ á himin stígur.
Og stjarnan brosir stillt og hljóð,
og stefnir móti ljóssins syni,
svo mild og blíð sem móðir góð,
þess manns sem á sér fáa vini.
En héðan yfir um óra veg.
Í anda vil ég göngu þreyta.
Að hnjánum þínum atla ég.
Ó elsku mamma' í kvöld að leita.
Því stjarnan minning bjarta ber.
Í barm minn gegnum rökkurskugga.
Sem kveðja væri' hún kær frá þér,
og kæmi mann að gleðja og hugga.
Hvar í riti:
ÁTTATÍU OG ÁTTA KÓRLÖG
PDF skjal:
Höfundur texta:
Guðmundur Guðmundsson