Skip to Content

Krummavísur

Ár samið: 
1924
Texti / Ljóð: 

Krummi svaf í klettagjá,

kaldri vetrarnóttu á

verður margt að meini.

Fyrr en fagur dagur rann

freðið nefið dregur hann

undan stórum steini.

 

„Allt er frosið út í gor,

ekkert fæst við ströndu mor

svengd er metti mína.

Ef að húsum heim ég fer

heimafrakkur bannar mér

seppi´úr sorpi´að tína.“

 

Á sér krummi ýfði stél,

einnig gogginn brýndi vel.

Flaug úr fjallagjótum.

Líttur yfir byggð og bú,

á bæjum fyrr en klæðast hjú,

veifar vængjum skjótum.

 

Öll er þakin ísijörð,

ekki séð á holtabörð,

fleygir fuglar geta.

En þótt leiti út um mó

auða hvergi lítur tó.

Hvað á hrafn að éta? 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Jón Thoroddsen


Drupal vefsíða: Emstrur