Skip to Content

cís1 – f2

Brúðurin á Dröngum

Ár samið: 
1931
Texti / Ljóð: 

Færist haust yfir hálönd víð,

hrím klæðir lauf og runna.

Bylgjur syngja um storm og stríð.

Stafa´ ekki lengur drang og hlíð.

Lækirnir gráta, lækirnir gráta

„hverful er sumarsunna.

Enginn kann tveimur að unna.

 

Vorljóðum kaldan veturinn

verð ég að syngja og kunna.

Sál minni blæðir, blæðir inn.

Brýt ég við klettinn stengleik minn.

Leistu mig drottinn, leistu mig drottinn.

„Hverful er sumarsunna.

Enginn kann tveimur að unna.“

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Hulda

Krummavísur

Ár samið: 
1924
Texti / Ljóð: 

Krummi svaf í klettagjá,

kaldri vetrarnóttu á

verður margt að meini.

Fyrr en fagur dagur rann

freðið nefið dregur hann

undan stórum steini.

 

„Allt er frosið út í gor,

ekkert fæst við ströndu mor

svengd er metti mína.

Ef að húsum heim ég fer

heimafrakkur bannar mér

seppi´úr sorpi´að tína.“

 

Á sér krummi ýfði stél,

einnig gogginn brýndi vel.

Flaug úr fjallagjótum.

Líttur yfir byggð og bú,

á bæjum fyrr en klæðast hjú,

veifar vængjum skjótum.

 

Öll er þakin ísijörð,

ekki séð á holtabörð,

fleygir fuglar geta.

En þótt leiti út um mó

auða hvergi lítur tó.

Hvað á hrafn að éta? 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Jón Thoroddsen
Syndicate content


Drupal vefsíða: Emstrur