Skip to Content

Geysir

Ár samið: 
1936
Texti / Ljóð: 

Hvað dunar svo þungt? Það er Geysir hann gýs,

í gröf sinni vaknar, og fjötrana slítur.

Hans kviksetti andi í öldum rís,

og upp gegnum klettana vegi sér brýtur.

Hann flæðir, hann æðir og hærra hefst.

Upp í himininn blá stígur fossandi elfur.

Þar freyðandi, seyðandi sólgliti vefst,

og sundruð í blikandi ljósöldum skelfur.

 

Sjá, holskeflur hvítar við blámóðu ber,

þær blika' eins og perlur í glampandi logum.

Og litregn af kvikandi ljósbroti fer

sem leiftur um úðann í sindrandi bogum.

Í andköfum heitum er eimslæðum fleygt

yfir ólgandi hrannir og bragelda sveiminn

af sóldrukknum blæ þeirra földum er feykt:

þeir flaksast og hverfa' út í vorljósa geiminn.

 

Hvar í riti: 
ÁTTATÍU OG ÁTTA KÓRLÖG (í alþýðlegum búnaði) útsett fyirir samkynja og ósamkynja raddir án undirleiks
Höfundur texta: 
Böðvar Bjarkan


Drupal vefsíða: Emstrur