Forsjónin
Ár samið:
1933
Texti / Ljóð:
Hvað er það ljós, sem lýsir fyrir mér.
Þá leið, hvar sjón mín enga birtu sér?
Hvað er það ljós, sem ljósið gerir bjart,
og lífgar rúmið svart?
Hvað málar „ást“ á æsku brosin smá?
Og „eilíft líf“ á feiga skör ugns brá?
Hvað er þitt ljós, þú varma hjartans von,
sem vefur faðmi sérhvern tímans son?
Hver er sú rödd sem býr í brjósti mér,
Og bergmálar frá öllum lífsins her.
Sú föður rödd, er metur öll vor mál,
Sú móður rödd, sem vermir líf og sál.
Sú rödd, sem ein er eilíflega stillt,
þó allar heimsins raddir syngi villt.
Sú rödd sem breytir daufri nótt í dag.
Og dauðans ópi snýr í vonar lag?
Guð er sú rödd.
Guð er það ljós.
Hvar í riti:
Sextíu og sex einsöngslög
PDF skjal:
Höfundur texta:
Matthías Jochumsson