Skip to Content

h – g2

Daladóttir

Lengd í mín: 
2:15
Ár samið: 
1931
Texti / Ljóð: 

Komdu heim í dalinn minn,

komdu, nú er vor.

Kátt er þar í skóginum

og létt verða spor.

 

Hlýtt er þar í hvömmum,

er hlær í vestri sól,

í hrauninu og klettunum

þúsund fögur skjól. 

 

Sólskríkjurnar kveðast á

um sumarlangan dag,

sæla, ást og friður er

kvæðið við það lag,

alltaf sama ljóðið

það leiðist engum þó,

og lagið skært sem geislinn,

og blítt sem hjartans ró. 

 

Þú sýndir mér við hafið

svört og sprungin sker,

sólskin yfir bylgjum

og hvítmáva her.

 

Barst mig út í hólma 

og rerir út í ey

og undir hvelfda skúta,

þar liggja brotin fley.

 

Yndi var að skoða það

allt á meðan var,

nú uni ég ei lengur

við suðandi mar. 

 

Heiðaþögnin kallar

við Skaðatóttir skín

mér skærar sól og máni

en út við djúpin þín. 

Hvar í riti: 
Sextíu og sex einsöngslög
PDF skjal: 
Höfundur texta: 
Hulda

Forsjónin

Ár samið: 
1933
Texti / Ljóð: 

Hvað er það ljós, sem lýsir fyrir mér.

Þá leið, hvar sjón mín enga birtu sér?

Hvað er það ljós, sem ljósið gerir bjart,

og lífgar rúmið svart?

 

Hvað málar „ást“ á æsku brosin smá?

Og „eilíft líf“ á feiga skör ugns brá?

Hvað er þitt ljós, þú varma hjartans von,

sem vefur faðmi sérhvern tímans son? 

 

Hver er sú rödd sem býr í brjósti mér,

Og bergmálar frá öllum lífsins her.

Sú föður rödd, er metur öll vor mál,

Sú móður rödd, sem vermir líf og sál.

 

Sú rödd, sem ein er eilíflega stillt,

þó allar heimsins raddir syngi villt.

Sú rödd sem breytir daufri nótt í dag.

Og dauðans ópi snýr í vonar lag?

 

Guð er sú rödd.

Guð er það ljós. 

Hvar í riti: 
Sextíu og sex einsöngslög
PDF skjal: 
Höfundur texta: 
Matthías Jochumsson
Syndicate content


Drupal vefsíða: Emstrur