Skip to Content

Þótt þú langförull legðir

Ár samið: 
1918
Texti / Ljóð: 

Til Vestur Íslendinga

 

Þótt þú langförull legðir

sérhvert land undir fót,

bera hugur og hjarta

samt þín heimalands mót,

frænka eldhafs og íshafs,

sifji árfoss og hvers,

dóttir langholts og lyngmós,

sonur landvers og skers.

 

Yfir heim eða himin

hvort sem hugar þín önd,

skreyta fossar og fjallshlíð

öll þín framtíðar lönd.

Fjarst í eilífðar útsæ

vakir eylendan þín:

nóttlaus voraldar veröld

þar sem víðsýnið skín.

 

Það er óskaland íslenskt,

sem að yfir þú býr -

aðeins blómgróin björgin,

sérhver baldjökull hlýr,

frænka eldfjalls og íshafs,

sifji árfoss og hvers,

dóttir langholts og lyngmós

sonur landvers og skers.

 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Stephan G. Stephansson


Drupal vefsíða: Emstrur