Skip to Content

Barna - og kvennakór

Útsetningar fyrir barna- og kvennakór

Þótt þú langförull legðir (úts. fyrir barna- og kvennakór)

Ár samið: 
1918
Texti / Ljóð: 

 

 

Þótt þú langförull legðir

sérhvert land undir fót.

Bera hugur og hjarta,

samt þíns heimalands mót.

Frænka eldfjalls og íshafs,

sifji árfoss og hvers,

dóttir langholts og lyngmós,

sonur landvers og skers.

 

Yfir heim eða himin,

hvort sem hugar þín önd,

skreyta fossar og fjallshlíð

öll þín framtíðarlönd.

Fjarst í eilífðar útsæ

vakir eylendan þín.

Nóttlaus vorladar veröld,

þar sem víðsýnið skín.

 

Það er óskaland íslenskt

sem að yfir þú býr.

Aðeins blómgróin björgin,

sérhver baldjökull hlýr.

Frænka eldfjalls og íshafs,

sifji árfoss og hvers,

dóttir langholts og lyngmós,

sonur landvers og skers. 

 
Hvar í riti: 
SJÖTÍU OG SJÖ SÖNGVAR handa barna- og kvennakórum
Höfundur texta: 
Stephan G. Stephansson

Hann Tosti (Dúett)

Ár samið: 
1925
Texti / Ljóð: 

 

Lagið er til sem einsöngs lag, dúett og útsett fyrir karlakór

Við stafinn Tosti talar sinn, hann Tosti.

„Er traustur ísinn, stafur minn?“ kvað Tosti.

Í nístandi frosti.

Og stafurinn  talar Tosta við:

„Þú Tosti. Hvort traust er svellið vittu til, þú Tosti.“

Í gnístandi frosti.

Hann Tosti út á ísinn gekk, hann Tosti.

Og illa skvompu þegar fékk, hann Tosti.

Í gnístandi frosti.

 

 
 
Hvar í riti: 
SJÖTÍU OG SJÖ SÖNGVAR handa barna- og kvennakórum
Höfundur texta: 
Hannes Hafstein

Litlu hjónin

Lengd í mín: 
2:13
Ár samið: 
1936
Tóndæmi: 
Texti / Ljóð: 

Sigrún Hjálmtýsdóttir og Eyjólfur Eyjólfsson syngja í tóndæminu

Anna Guðný Guðmundsdóttir leikur á píanóið

 

Við lítinn vog í litlum bæ er lítið hús.

Í leyni inn í lágum vegg er lítil mús.

Um litlar stofur læðast hæg og lítil hjón.

Því lágvaxin er litla Gunna og litli Jón.

 

Þau eiga lágt og lítið borð og lítinn disk

og litla skeið og lítinn hníf og lítinn fisk.

Og lítið kaffi lítið brauð og lítil grjón.

Því litið borða litla Gunna og litli Jón.

 

Þau eiga bæði létt og lítil leyndarmál.

Og lífið gaf þeim lítinn heila' og litla sál.

Þau miða allt sitt litla líf við lítinn bæ.

Og lágan himinn, litla jörð og lygnan sæ.

 

Þau höfðu lengi litla von um lítil börn.

Sem léku sér með lítil skip við litla tjörn.

En loksins sveik sú litla von þau litlju flón.

Og lítilð elskar litla Gunna hann litla Jón.

 

 

Hvar í riti: 
SJÖTÍU OG SJÖ SÖNGVAR handa barna- og kvennakórum
Höfundur texta: 
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi

Aðfangadagskvöld

Ár samið: 
1923
Texti / Ljóð: 

Sópran dúett frá 4. des 1923

Sjá! nú ljóma jólaljósin björt.

Hringt er til helgidóms.

Blíð og saklaus barnahjörtun gljúpu

bráðna fyrir lotningunni djúpu,

kvöldsöngs og klukknahljóms.

 

*Sjá himins opnast hlið,

 heilagt englalið,

 fylking sú hin fríða

 úr fagnaðarins sal

 fer með boðun blíða

 og blessun lýsa skal

 yfir eymda dal.

*Sjá Sálmabók nr. 79

 

Hvar í riti: 
SJÖTÍU OG SJÖ SÖNGVAR handa barna- og kvennakórum

Allir krakkar

Texti / Ljóð: 

Allir krakkar, allir krakkar   (Ég vil fara, ég vil fara)   (Mamma, mamma)

eru í skessu leik.              (ég vil fara líka)   ( Mamma, mamma)

Má ég ekki mamma          (Ég vil fara, ég vil fara)  (Ég vil fara, ég vil fara líka)

með í leik þramma            (Ég vil fara, ég vil fara)  (Ég vil fara, ég vil fara líka)

la la la.                             (Ég vil fara, ég vil fara)  (Ég vil fara, ég vil fara líka)

 

Hvar í riti: 
SJÖTÍU OG SJÖ SÖNGVAR handa barna- og kvennakórum
Höfundur - annar: 
Hvorki getið höfunar lags nér ljóðs

Allir heilir

Texti / Ljóð: 

Allir heilir unds vér sjáumst næst.

Drottinn yður dýrstur leiði.

Drottinn alla vanda greiði.

Allir heilir unds vér sjáumst næst.

Allir vér. Hittumst þar sem herrann er.

Allir heilir unds vér hittumst næst.

 

Hvar í riti: 
SJÖTÍU OG SJÖ SÖNGVAR handa barna- og kvennakórum
Höfundur texta: 
Þýtt
Höfundur - annar: 
W. G. TOMER

Bí, bí og blaka

Texti / Ljóð: 

Bí, bí og blaka.

Álftirnar kvaka.

Ég læt sem ég sofi,

en samt mun ég vaka.

 

Bíum, bíum bamba.

Börnin litlu ramba

fram á fjallakamba,

að leita sér lamba. 

Hvar í riti: 
SJÖTÍU OG SJÖ SÖNGVAR handa barna- og kvennakórum
Höfundur texta: 
Þjóðvísa
Höfundur - annar: 
Ísl. þjóðlag

Á Sprengisandi

Texti / Ljóð: 

Ríðum, ríðum, rekum yfir sandinn,

rennur sól á bak við Arnarfell.

Hér á reiki er margur óhreinn andinn

úr því fer að skyggja á jökulsvell.

Drottinn leiði drösulinn minn,

drjúgur verður síðasti áfanginn.

 

Þei, þei, þei, þei, þaut í holti tófa,

þurran vill hún blóði væta góm,

eða líka einhver var að hóa

undarlega digrum karlaróm.

Útilegumenn í Ódáðahraun

eru kannski að smala fé á laun.

 

Ríðum, ríðum, rekum yfir sandinn,

rökkrið er að síga á Herðubreið.

Álfa drottning er að beisla gandinn,

ekki er gott að verða á hennar leið.

Vænsta klárinn vildi gefa til

að vera kominn ofan í Kiðagil. 

Hvar í riti: 
SJÖTÍU OG SJÖ SÖNGVAR handa barna- og kvennakórum
Höfundur texta: 
Grímur Thomsen
Höfundur - annar: 
Sigvaldi Kaldalóns

Alltaf fækka aumra skjól

Ár samið: 
1937
Texti / Ljóð: 

Alltaf fækka aumra skjól,

alltaf lengjast nætur.

Kvöl er hvað þú kæra sól

kemur seint á fætur. 

Hvar í riti: 
SJÖTÍU OG SJÖ SÖNGVAR handa barna- og kvennakórum
Höfundur texta: 
Þorsteinn Erlingsson
Höfundur - annar: 
Þorvaldur Hallgrímsson

Allir heilir

Hvar í riti: 
SJÖTÍU OG SJÖ SÖNGVAR handa barna- og kvennakórum
Höfundur texta: 
Þýtt
Höfundur - annar: 
W. G. Tomer
Syndicate content


Drupal vefsíða: Emstrur