Vísur Solveigar
Ár samið:
1936
Texti / Ljóð:
Skógurinn vænn og völlurinn grænn,
vell þar spói, flautaði ló.
Minn kæri vin þar koss gaf mér.
En ungu lömbin léku sér,
og liggja nú undir snjó.
Vor, þú átt ljós, sem lífgar upp rós,
lauf í skóg og grösin í tó.
Minn kæri vin mig kyssti´ um vor.
Nú festir klaka´ í freðin spor,
minn friður er undir snjó.
Kalla fram sól, gef sumar um jól,
signdu mó, og þýddu úr tó,
mín ást var sæl á sólskinsstund.
Nú bítur harkan hug og lund,
mitt hjarta er undir snjó.
Hvar í riti:
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta:
Indriði Einarsson