Löngun
Ár samið: 
    
                    1953        
        Texti / Ljóð: 
    
Æ, ef þessa dals úr djúpi,
dauðaköldum þokustað,
fyndi' ég leið að ljósum gnúpi,
lán hið mesta væri það.
Háar lít ég hæðir þarna,
hlaðnar blómgun ár og síð,
hefði' ég fugla fjaðrir arna,
flygi ég þangað upp í hlíð.
Vakna sé ég valtan nökkva,
vantar ferjumanninn þó,
Ekkert hyk, í stafn skal stökkva.
Styrkur himna seglin bjó.
Von skal treysta, vogun beita,
veð af guðum fást ei kann,
undur má þér aðeins fleyta
undra láðs í fagurt rann.
Hvar í riti: 
    
                    Óútgefið- Íslensk tónverkamiðstöð- Handritasafn Landsbókasafnsins        
        Höfundur texta: 
    
                    Sehnsucht        
        Höfundur - annar: 
    
                    Steingrímur Thorstiensson þýddi        
         
      