Löng er nóttin
Ár samið:
1926
Texti / Ljóð:
Löng er nóttin sekri sál,
sumir mega hvergi vera.
Þyngst af öllu er að bera
einn sín þöglu leyndarmál.
Alltaf þegar sól er sest,
sorgir mínar allar vakna.
Það er mitt að þrá og sakna
þeirra sem ég unni mest.
Kom þú svefn, og gef mér grið.
Gef þú mér af auðlegð þinni
eina stund af æsku minni,
andartak sem veitir frið.
Hvar í riti:
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta:
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi