Harmför (úr sjónleiknum „Fróðá“)
Ár samið:
1938
Texti / Ljóð:
Hrekkur þar perla af foldinni, foldinni
og fellur í sléttan sjó,
Glitrar en glatast þó.
Heyrist kalla úr moldinni, moldinni
myrkar raddir á laufgaðan skóg.
Yfir rósareinum rennur sólin glöð.
Anga brum og blöð ung á grænum greinum.
En vindurinn slítur þær,
frostið bítur þær,
feigðin brýtur þær.
Fagur var glampinn í baugunum, baugunum
er brustu við sundin dökk,
og hljóðin kveinandi klökk.
Lífið fjaraði úr augunum, augunum
ofan í kvikandi djúpið sökk.
Hvar í riti:
ÁTTATÍU OG ÁTTA KÓRLÖG (í alþýðlegum búnaði)
Höfundur texta:
Jóh. Frímann.