Í Dalnum
Ár samið:
1932
Texti / Ljóð:
Í Dalnum
Við sjóinn frammi lengur ég ei undi.
Önd mín þráði söng í birkilundi.
Upp frá ægi svala einn ég gekk til dala,
við mér blasti fegurð fjallasala.
Þá sat ég þar und viðarrunni vænum.
Var sem heyrði´ ég rödd í sunnan blænum:
Upp við hamrahliðin heyrðu fuglakliðinn
saman blandast ljúft við lækjaniðinn.
Ef kominn ertu hryggur heims úr glaumi.
Hér er rótt hjá mínum bláa straumi.
Upp við hamrahliðin heyrðu lóu kliðinn
blandast angur blítt við lækjaniðinn.
Hvar í riti:
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta:
Steingrímur Thorsteinsson