Skip to Content

e1 -e2

Andvaka

Lengd í mín: 
1:55
Ár samið: 
1929
Texti / Ljóð: 

 

Úti nóttin andar hljótt;

Engar raddir kvaka.

Samt ég get ei sofið rótt,

sækir að mér vaka.

„Bí, bí og blaka.“

 

Allt, sem magnar eymd og kvöl

inn í hugann skríður

hitt, sem gjarnast bugar böl

burt úr honum sýður.

Lág nættið líður.

 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Björgvin Guðmundsson

Í rökkurró - einsöngslag

Lengd í mín: 
2:45
Ár samið: 
1932
Tóndæmi: 
Texti / Ljóð: 

Sveinn Dúa syngur í hljóðdæminu

Í rökkurró hún sefur

með rós að hjarta stað.

Sjá haustið andað hefur 

í hljóði´ á liljublað.

 

Við bólið blómum þakið

er blækyrr helgiró.

Og lágstillt lóu kvakið

er liðið burt úr mó.

 

Í haustblæ lengi lengi

um lingmó titrar kvein.

Við sólhvörf silfri strengi

þar sorgin bærir ein.

 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Vertu sæl

Ár samið: 
1935
Texti / Ljóð: 

Vertu sæl, vor litla hvíta lilja,

lögð í jörð að himnaföður vilja,

leyst frá lífi nauða; ljúf og björt í dauða

lést þú eftir litla rúmið auða.

 

Enginn þýðir, hel, þitt helgiletur.

„Hvar er vorið?“ spyrja börn um vetur.

Dagur njólu dylur,

daginn nóttin hylur,

lífið oss frá eilífðinni skilur. 

 

Vertu sæl, vor litla ljúfan blíða,

lof sé Guði, búin ertu að stríða.

Upp til sælu sala,

saklaust barn án dvala,

lærðu ung við engla Guðs að tala. 

Hvar í riti: 
Sextíu og sex einsöngslög
PDF skjal: 
Höfundur texta: 
Matthías Jochumsson
Syndicate content


Drupal vefsíða: Emstrur