Kveðja til Vesturíslendinga
Ár samið:
1938
Texti / Ljóð:
Við höldum ennþá hópinn,
þótt hafið skipti löndum.
Og okkar sæng er sveipuð af sömu móður höndum.
Við hverja vöggu vakir
sem vorblær frónskur óður.
Og systkin erum, sem elskum sömu móður.
Þið hurfuð út á hafið
en tryggðin drúpti' á ströndum.
Á hálfrar aldar ævi bar ykkur margt á höndum
Þið áttuð oft í stríði,
en unnuð lönd og heiður,
Á björtum vestur vegum nú vex hinn frónski meiður.
Við höldum ennþá hópinn.
Þótt hafið skipti löndum.
Og okkar sæng er sveipuð af sömu móðurhöndum.
Hvar í riti:
ÁTTATÍU OG ÁTTA KÓRLÖG (í alþýðlegum búnaði)
Höfundur texta:
Jón Magnússon