Skip to Content

Haf, ó, þú haf

Ár samið: 
1936
Texti / Ljóð: 

 

Haf, ó, þú haf,

þú sem hrannirnar hefja oss lætur.

Himninum nær, þegar stormurinn geysar um nætur.

 

Þig sefar ei hin svarta nótt.

Þú svæfir farmann undurhljótt.

Og fleyið á öldunum fljóta þú lætur.

 

Stormæsta haf,

þú sem strendurnar bergmála lætur.

Standbergsins jötunn við söng þinn af hrifningu grætur.

 

Hljóðláta haf.

Vært í örmum þér brotskeflur blunda.

Brimþrungnar strendurnar dreymandi örlög þín grunda.

 

Lognskyggða haf,

bláan himininn um dýrð þína dreymir.

Sem djúp þitt og grafhvelfing dáinna farmanna geymir.

 

 

Hvar í riti: 
ÁTTATÍU OG ÁTTA KÓRLÖG
Höfundur texta: 
Sigfús Elísson


Drupal vefsíða: Emstrur