Þú ert móðir vor kær
Ár samið: 
    
                    1936        
        Texti / Ljóð: 
    
Þú ert móðir vor kær,
þá er vagga´ okkar vær
þegar vorkvöldið leggur þér barn þitt að hjarta.
Og hve geiglaus og há
yfir grátþrungri brá,
berðu gullaldarhjálminn á enninu bjarta.
Við hjarta þitt slögin sín hjörtu´ okkar finna,
þinn hjálmur er gull okkar dýrustu minna,
en þó fegurst og kærst,
og að eilífu stærst,
ertu í ást og í framtíðar vordraumum barnanna þinna.
Hvar í riti: 
    
                    ÁTTATÍU OG ÁTTA KÓRLÖG (í alþýðlegum búnaði) útsett fyirir samkynja og ósamkynja raddir án undirleiks        
        Höfundur texta: 
    
                    Þorsteinn Erlingsson        
         
      