Kóra-samstæða (úr Strengleikum)
Ár samið:
1915
Texti / Ljóð:
a) Fallin er frá
Fallin er frá
fegursta rósin í dalnum! -
Djúpt er þitt dá,
drjúpa nú hjá
brostinni brá
blaktandi ljósin í salnum.
Mjúkt er sem nálín þitt, mjallhrein mín þrá, -
mun ég þig framar að eilífu sjá,
fegursta rósin í dalnum?
Rjúfi nú strengleikar himinsins há
hvolfþökin blá:
fallin er frá
fegursta rósin í dalnum!
b) Lágt er það, smátt er það kumblið hið kalda
Lágt er það, smátt er það, kumblið hið kalda,
kumblið, sem geymir nú þín látnu bein;
aftansöng dalanna dísir þar halda
daprar við ofurlítinn bautastein.
Sofðu sætt og rótt,
sofðu, góða nótt!
Þangað til sofna´ ég þú sefur ein!
Hvar í riti:
ÁTTATÍU OG ÁTTA KÓRLÖG (í alþýðlegum búnaði) útsett fyirir samkynja og ósamkynja raddir án undirleiks
Höfundur texta:
Guðmundur Guðmundsson