Söngur Björns (úr sjónleiknum Fróðá)
Ár samið:
1937
Texti / Ljóð:
Ég veit að enn er langt í land
og liðið gerist þreytt,
og kannski fram að Fróðársand
loks flýtur sprekið eitt.
Það sakar ekki heldur hót,
því hugur minn á stefnumót,
mun svífa djarft um sollin höf,
þótt sigi skip í vota gröf.
Ég kannast við hinn góða gest,
er gisting hjá þér hlaut:
Af öllum þó á beði best,
ég blíðu þína naut.
Þótt aðrir bændur ættu þig
og einn ég færi´ um refilsstig,
ég skeytti´ ei hót um boð né bann,
því best þú kysstir sekan mann.
Ég elska þig, ég elska þig,
því yfir mér og kringum mig
er sífellt æskusvipur þinn
á sveimi hljótt um bústað minn.
Þér vindar, treystið stöng og stög,
þér stormar, herðið skrið.
Því faðmlög eru einu lög,
sem ástin kannast við.
Hvar í riti:
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta:
Jóhann Frímann