Skip to Content

Sjá öræfin

Heiti verks: 
TIL KOMI ÞITT RÍKI - Helgikantata
Númer í Kantötu: 
6
Ár samið: 
1924
Texti / Ljóð: 

Sópran:

Sjá! Öræfin og hið gróðursnauða land verður grænt.

Það mun fæða blómstur fríð og fagna sælli tíð.

Sjálfur guð hjá mönnum hefur heimkynni reist,

og hjá þeim vill hann dvelja, 

og þeir hans þegnar verða.

 

Sópran og tenór:

Guð mun hugga þann, hvers harmur er sár,

og hryggð hins grátna í fögnuð snúa.

 

Karlakór:

Þar mun ei ríkja hel, eður þrautatár þjaka.

Þá mun liðin hjá öll reynslutíð.

 

Kór:

Guð mun hugga þann hvers harmmur er sár,

og hrygð hins grátna í fögnuði snúa.

Þar mun ei ríkja hel, eður þrautatár þjaka.

Þá mun liðin hjá öll reynslutíð. 

 

Hvar í riti: 
Til komi þitt ríki, fjölritað hefti
Höfundur texta: 
Biblíutexti -BG íslenskaði þó ekki sé beinlínis um þýðingu að ræða


Drupal vefsíða: Emstrur