Helga Jónsdóttir syngur í tóndæminu
Við sjónbaugsrönd nú silfurbönd
á suðurhæðum þokan fléttar;
og hylur túnin heiðarbrún
og haga fagra, grundir sléttar,
þar fyrst við sáum sól á bernsku árum
og sumarblómin vættum okkar tárum.
Þar man ég ljóst við móður brjóst
hve milt var alt, - sú tíð er gengin: -
hún hvílir nár með brostnar brár,
nú býður móðurfaðm mér enginn.
En tárin þorna við þinn barminn bjarta,
þú bauðst mér, gafst mér friðinn við þitt hjarta.
Í ljúfri kyrð við búum byrgð
nú bæði ein und lágum greinum,
í djúpum frið við fossins nið
og flúðar óð hjá dökkum steinum.
Og bak við okkar blundar æskan ljósa,
sem barn, er sefur vært á milli rósa.