Bíllinn
Ár samið:
1935
Texti / Ljóð:
Þú góði sterki, blakki bíll.
Þú berð mig létt um grund og hæðir.
Þú klifar fjöll og klungur íll,
og klettasneiðingana þræðir.
Sem flýgi örn í fjallasal.
Með fjaðraþyt og vængjabliki.
Þú rennur heiðar, háls og dal
svo hratt og létt sem tundur ryki.
Ef hægir ferð, ég fæti styð
þá fer sem leiftur boð á milli
og taugar þínar titra við.
Ég tek um sveif og ganginn stilli.
Ég heyri, finn þitt hjarta slá
í heitum, stæltum barmi þínum,
sem bergmál þínu brjósti frá
sé blandað hjartaslögum mínum.
Hvar í riti:
88 KÓRLÖG
Höfundur texta:
Böðvar Bjarkan