Eyjólfur Eyjólfsson syngur í tóndæminu Anna Guðný Guðmundsdóttir leikur á píanó
þetta er einsöngsútgáfan
Lagið er til sem einsöngs lag, dúett og útsett fyrir karlakór
Við stafinn Tosti talar sinn, hann Tosti.
„Er traustur ísinn, stafur minn?“ kvað Tosti.
Í nístandi frosti.
Og stafurinn talar Tosta við:
„Þú Tosti. Hvort traust er svellið vittu til, þú Tosti.“
Í gnístandi frosti.
Hann Tosti út á ísinn gekk, hann Tosti.
Og illa skvompu þegar fékk, hann Tosti.
Hér mun á stríða seiður, seiður.
Sárt er að liða grandið.
Bíður í bjargi sveinn.
Öllu sakleysi reiður, reiður
remmir hann seið í helli einn.
Og herjar á landið.
Nú brosir bær og sveit,
og bjart er út að sjá,
en vorsins tungu talar allt
sem tala' og syngja má.
Vér leggjum hendi' í hönd;
nú hljómi gleðilag.
Vort eftirlæti' og óskabarn
á afmæli í dag.
Nú geyma grafir þá
og góðminninga safn,
sem gáfu allra eyfirðinga óskabarni nafn.
Þeir áttu þrek og þor
og þroska til að sjá
að bræðralag er bjargið það
sem byggja skyldi á.
Íslands hrafnistumenn
lifðu tímamót tvenn,
þó að töf yrði’ á framsóknarleið.
Eftir súðbyrðings för
kom hinn seglprúði knör,
eftir seglskipið vélknúin skeið.
En þótt tækjum sé breytt
þá er eðlið samt eitt
eins og ætlunarverkið er sjómannsins beið.
eru hafsæknir enn,
ganga hiklaust á orustuvöll,
út í stormviðrin höst,
móti straumþungri röst,
yfir stjórsjó og holskeflu fjöll,
flytja þjóðinni auð, sækja barninu brauð,
færa björgin í grunn undir framtíðarhöll.
Við höldum ennþá hópinn,
þótt hafið skipti löndum.
Og okkar sæng er sveipuð af sömu móður höndum.
Við hverja vöggu vakir
sem vorblær frónskur óður.
Og systkin erum, sem elskum sömu móður.
Þið hurfuð út á hafið
en tryggðin drúpti' á ströndum.
Á hálfrar aldar ævi bar ykkur margt á höndum
Þið áttuð oft í stríði,
en unnuð lönd og heiður,
Á björtum vestur vegum nú vex hinn frónski meiður.
Við höldum ennþá hópinn.
Þótt hafið skipti löndum.
Og okkar sæng er sveipuð af sömu móðurhöndum.
Á heiðum brautum með himinskautum vor fáni fer.
Hans litagreining, alls litareining um leið þó er.
Af öllum áttum og þjóðarþáttum í þétta fylkingu skipa sér.
Hinn verkahraði og vinnuglaði, sá voldugi, fagnandi bræðra her.
Það friðartákn, sem var fest í skýjum hann fram á jörðu til sigurs ber.
Andvara, þó að sé allhvasst á móti,
einstigi brátt munu fær.
Hendinni bandar við hrynjandi grjót,
honum er áreynslan kær.
Er meðal fálátra granna sá glaði
gamalhneigð réttir úr keng,
nátengdur mönnum sem hleypa úr hlaði,
hollráður ungfrú og dreng.
Hún syngur suður við tjörn,
sumarljóðin sín
litla lóan mín.
Þar leika fjörug börn.
Hún á þar unga smá,
hún er þeim móðurvörn.
Sem ljúf og lítil börn
þeir leika, syngja, þrá.
Þú barn með ljúfa lund,
sem leikur þarna hjá.
Þú mátt ei meiða þá
né mæða neina stund.
Því móður hjarta milt,
þá mæðir sorgin löng.
Hún syngur þér ei söng,
ef svo þú breyta vilt.
Sígur yfir húmið hljóða,
hjúpar sjónir rökkurmóða,
stjarnan einstök úti skín.
Skjálfa hreimar hörpu minnar,
hægt sem andvörp sálarinnar.
Hún er eina unun mín.
Yfir fallþung sorg í sjónum
sál mín berst á fögrum tónum
héðan yfir langan veg.
Söngvar lyfta hrærðu hjarta
heim í landið bjarta
til þín eina elska ég.
Drupal vefsíða: Emstrur