Skip to Content

Daladóttir

Lengd í mín: 
2:15
Ár samið: 
1931
Texti / Ljóð: 

Komdu heim í dalinn minn,

komdu, nú er vor.

Kátt er þar í skóginum

og létt verða spor.

 

Hlýtt er þar í hvömmum,

er hlær í vestri sól,

í hrauninu og klettunum

þúsund fögur skjól. 

 

Sólskríkjurnar kveðast á

um sumarlangan dag,

sæla, ást og friður er

kvæðið við það lag,

alltaf sama ljóðið

það leiðist engum þó,

og lagið skært sem geislinn,

og blítt sem hjartans ró. 

 

Þú sýndir mér við hafið

svört og sprungin sker,

sólskin yfir bylgjum

og hvítmáva her.

 

Barst mig út í hólma 

og rerir út í ey

og undir hvelfda skúta,

þar liggja brotin fley.

 

Yndi var að skoða það

allt á meðan var,

nú uni ég ei lengur

við suðandi mar. 

 

Heiðaþögnin kallar

við Skaðatóttir skín

mér skærar sól og máni

en út við djúpin þín. 

Hvar í riti: 
Sextíu og sex einsöngslög
PDF skjal: 
Höfundur texta: 
Hulda


Drupal vefsíða: Emstrur