Skip to Content

Brúðurin á Dröngum

Ár samið: 
1931
Texti / Ljóð: 

Færist haust yfir hálönd víð,

hrím klæðir lauf og runna.

Bylgjur syngja um storm og stríð.

Stafa´ ekki lengur drang og hlíð.

Lækirnir gráta, lækirnir gráta

„hverful er sumarsunna.

Enginn kann tveimur að unna.

 

Vorljóðum kaldan veturinn

verð ég að syngja og kunna.

Sál minni blæðir, blæðir inn.

Brýt ég við klettinn stengleik minn.

Leistu mig drottinn, leistu mig drottinn.

„Hverful er sumarsunna.

Enginn kann tveimur að unna.“

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Hulda


Drupal vefsíða: Emstrur