Skip to Content

Kórlög

Þótt þú langförull legðir (úts. fyrir barna- og kvennakór)

Ár samið: 
1918
Texti / Ljóð: 

 

 

Þótt þú langförull legðir

sérhvert land undir fót.

Bera hugur og hjarta,

samt þíns heimalands mót.

Frænka eldfjalls og íshafs,

sifji árfoss og hvers,

dóttir langholts og lyngmós,

sonur landvers og skers.

 

Yfir heim eða himin,

hvort sem hugar þín önd,

skreyta fossar og fjallshlíð

öll þín framtíðarlönd.

Fjarst í eilífðar útsæ

vakir eylendan þín.

Nóttlaus vorladar veröld,

þar sem víðsýnið skín.

 

Það er óskaland íslenskt

sem að yfir þú býr.

Aðeins blómgróin björgin,

sérhver baldjökull hlýr.

Frænka eldfjalls og íshafs,

sifji árfoss og hvers,

dóttir langholts og lyngmós,

sonur landvers og skers. 

 
Hvar í riti: 
SJÖTÍU OG SJÖ SÖNGVAR handa barna- og kvennakórum
Höfundur texta: 
Stephan G. Stephansson

Hann Tosti (Karlakórsútsetning)

Ár samið: 
1926
Tóndæmi: 
Texti / Ljóð: 

Eyjólfur Eyjólfsson syngur í tóndæminu Anna Guðný Guðmundsdóttir leikur á píanó

þetta er einsöngsútgáfan

Lagið er til sem einsöngs lag, dúett og útsett fyrir karlakór

Við stafinn Tosti talar sinn, hann Tosti.

„Er traustur ísinn, stafur minn?“ kvað Tosti.

Í nístandi frosti.

Og stafurinn  talar Tosta við:

„Þú Tosti. Hvort traust er svellið vittu til, þú Tosti.“

Í gnístandi frosti.

Hann Tosti út á ísinn gekk, hann Tosti.

Og illa skvompu þegar fékk, hann Tosti.

Í gnístandi frosti.

 

Hvar í riti: 
Handritadeild Landsbókasafns Íslands óútgefið tilbúið til prentunar
Höfundur texta: 
Hannes Hafstein

Hann Tosti

Ár samið: 
1925
Texti / Ljóð: 

 

Við stafinn Tosti talar sinn, hann Tosti.

„Er traustur ísinn, stafur minn?“ kvað Tosti.

Í nístandi frosti.

Og stafurinn  talar Tosta við:

„Þú Tosti. Hvort traust er svellið vittu til, þú Tosti.“

Í gnístandi frosti.

Hann Tosti út á ísinn gekk, hann Tosti.

Og illa skvompu þegar fékk, hann Tosti.

Í gnístandi frosti.

Hvar í riti: 
SJÖTÍU OG SJÖ SÖNGVAR handa barna- og kvennakórum
Höfundur texta: 
Hannes Hafstein

Martröð (úr sjónleiknum „Skrúðsbóndinn“)

Ár samið: 
1924
Texti / Ljóð: 

 

Hér mun á stríða seiður, seiður.

Sárt er að liða grandið.

Bíður í bjargi sveinn.

Öllu sakleysi reiður, reiður

remmir hann seið í helli einn.

Og herjar á landið.

Hvar í riti: 
ÁTTATÍU OG ÁTTA KÓRLÖG (í alþýðlegum búnaði)
Höfundur texta: 
Björgvin Guðmundsson

KEA 60 ára afmælisljóð

Ár samið: 
1946
Texti / Ljóð: 

Nú brosir bær og sveit,

og bjart er út að sjá,

en vorsins tungu talar allt

sem tala' og syngja má.

Vér leggjum hendi' í hönd;

nú hljómi gleðilag.

Vort eftirlæti'  og óskabarn

á afmæli í dag.

 

Nú geyma grafir þá

og góðminninga safn,

sem gáfu allra eyfirðinga óskabarni nafn.

Þeir áttu þrek og þor

og þroska til að sjá

að bræðralag er bjargið það

sem byggja skyldi á.

 

Hvar í riti: 
ÁTTATÍU OG ÁTTA KÓRLÖG (í alþýðlegum búnaði)
PDF skjal: 
Höfundur texta: 
Sveinn Bjarman

Íslands Hrafnistumenn

Ár samið: 
1939
Texti / Ljóð: 

 

Íslands hrafnistumenn

lifðu tímamót tvenn,

þó að töf yrði’ á framsóknarleið.

Eftir súðbyrðings för

kom hinn seglprúði knör,

eftir seglskipið vélknúin skeið.

En þótt tækjum sé breytt

þá er eðlið samt eitt

eins og ætlunarverkið er sjómannsins beið.

 

Íslands hrafnistumenn

eru hafsæknir enn,

ganga hiklaust á orustuvöll,

út í stormviðrin höst,

móti straumþungri röst,

yfir stjórsjó og holskeflu fjöll,

flytja þjóðinni auð, sækja barninu brauð,

færa björgin í grunn undir framtíðarhöll.

 

 

Hvar í riti: 
ÁTTATÍU OG ÁTTA KÓRLÖG (í alþýðlegum búnaði)
Höfundur texta: 
Örn Arnarson

Harmför (úr sjónleiknum „Fróðá“)

Ár samið: 
1938
Texti / Ljóð: 

 

Hrekkur þar perla af foldinni, foldinni

og fellur í sléttan sjó,

Glitrar en glatast þó.

Heyrist kalla úr moldinni, moldinni

myrkar raddir á laufgaðan skóg.

 

Yfir rósareinum rennur sólin glöð.

Anga brum og blöð ung á grænum greinum.

En vindurinn slítur þær,

frostið bítur þær,

feigðin brýtur þær.

 

Fagur var glampinn í baugunum, baugunum

er brustu við sundin dökk,

og hljóðin kveinandi klökk.

Lífið fjaraði úr augunum, augunum

ofan í kvikandi djúpið sökk.

 

Hvar í riti: 
ÁTTATÍU OG ÁTTA KÓRLÖG (í alþýðlegum búnaði)
Höfundur texta: 
Jóh. Frímann.

Kveðja til Vesturíslendinga

Ár samið: 
1938
Texti / Ljóð: 

Við höldum ennþá hópinn,

þótt hafið skipti löndum.

Og okkar sæng er sveipuð af sömu móður höndum.

 

Við hverja vöggu vakir

sem vorblær frónskur óður.

Og systkin erum, sem elskum sömu móður.

 

Þið hurfuð út á hafið

en tryggðin drúpti' á ströndum.

Á hálfrar aldar ævi bar ykkur margt á höndum

 

Þið áttuð oft í stríði,

en unnuð lönd og heiður,

Á björtum vestur vegum nú vex hinn frónski meiður.

 

Við höldum ennþá hópinn.

Þótt hafið skipti löndum.

Og okkar sæng er sveipuð af sömu móðurhöndum.

 

Hvar í riti: 
ÁTTATÍU OG ÁTTA KÓRLÖG (í alþýðlegum búnaði)
Höfundur texta: 
Jón Magnússon

Villtir í hafi

Ár samið: 
1938
Texti / Ljóð: 

 

Sérðu land? Sérðu land?

Spurði maður mann,

og myrkrið vef sinn um skipið spann.

Ekkert hljóð, ekkert hljóð,

aðeins gjálp og hið lága ló,

sem lognaldan dúði við kinnung og bóg.

En allt í kring veglaust og voldugt haf.

Og vindurinn svaf.

Hvar er land?

 

Ég sé land.

Hann sér land, kallar maður til manns.

Út í myrkrið er sjónum rennt.

Og fagurvængjað flýtur um borð

hið fagnandi lausnarorð.

Það er háreysti og ys.

Það er hlátur og þys.

Það er hrópað og bent.

 

Var það hér, eða hvað? Svo er hikað við.

En menn hafa engan frið.

Sástu land? Ó, en hvar?

Var það hér? Eða þar?

Þá er hljótt. Þá er ekkert svar.

Hvar erum við stödd? Ég sé ekkert land.

Svo varð aftur hljótt.

Það var auðn og nótt.

Það var ekkert land.

 

Hvar í riti: 
ÁTTATÍU OG ÁTTA KÓRLÖG (í alþýðlegum búnaði)
Höfundur texta: 
Guðmundur Böðvarsson

Samvinnusöngur

Ár samið: 
1938
Texti / Ljóð: 

 

Á heiðum brautum með himinskautum vor fáni fer.

Hans litagreining, alls litareining um leið þó er.

Af öllum áttum og þjóðarþáttum í þétta fylkingu skipa sér.

Hinn verkahraði og vinnuglaði, sá voldugi, fagnandi bræðra her.

Það friðartákn, sem var fest í skýjum hann fram á jörðu til sigurs ber.

 

Hvar í riti: 
ÁTTATÍU OG ÁTTA KÓRLÖG (í alþýðlegum búnaði)
Höfundur texta: 
Sigurður Jónsson á Arnarvatni
Syndicate content


Drupal vefsíða: Emstrur