Skip to Content

Sopran

Hann Tosti (Dúett)

Ár samið: 
1925
Texti / Ljóð: 

 

Lagið er til sem einsöngs lag, dúett og útsett fyrir karlakór

Við stafinn Tosti talar sinn, hann Tosti.

„Er traustur ísinn, stafur minn?“ kvað Tosti.

Í nístandi frosti.

Og stafurinn  talar Tosta við:

„Þú Tosti. Hvort traust er svellið vittu til, þú Tosti.“

Í gnístandi frosti.

Hann Tosti út á ísinn gekk, hann Tosti.

Og illa skvompu þegar fékk, hann Tosti.

Í gnístandi frosti.

 

 
 
Hvar í riti: 
SJÖTÍU OG SJÖ SÖNGVAR handa barna- og kvennakórum
Höfundur texta: 
Hannes Hafstein

Litlu hjónin

Lengd í mín: 
2:13
Ár samið: 
1936
Tóndæmi: 
Texti / Ljóð: 

Sigrún Hjálmtýsdóttir og Eyjólfur Eyjólfsson syngja í tóndæminu

Anna Guðný Guðmundsdóttir leikur á píanóið

 

Við lítinn vog í litlum bæ er lítið hús.

Í leyni inn í lágum vegg er lítil mús.

Um litlar stofur læðast hæg og lítil hjón.

Því lágvaxin er litla Gunna og litli Jón.

 

Þau eiga lágt og lítið borð og lítinn disk

og litla skeið og lítinn hníf og lítinn fisk.

Og lítið kaffi lítið brauð og lítil grjón.

Því litið borða litla Gunna og litli Jón.

 

Þau eiga bæði létt og lítil leyndarmál.

Og lífið gaf þeim lítinn heila' og litla sál.

Þau miða allt sitt litla líf við lítinn bæ.

Og lágan himinn, litla jörð og lygnan sæ.

 

Þau höfðu lengi litla von um lítil börn.

Sem léku sér með lítil skip við litla tjörn.

En loksins sveik sú litla von þau litlju flón.

Og lítilð elskar litla Gunna hann litla Jón.

 

 

Hvar í riti: 
SJÖTÍU OG SJÖ SÖNGVAR handa barna- og kvennakórum
Höfundur texta: 
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi

Aðfangadagskvöld

Ár samið: 
1923
Texti / Ljóð: 

Sópran dúett frá 4. des 1923

Sjá! nú ljóma jólaljósin björt.

Hringt er til helgidóms.

Blíð og saklaus barnahjörtun gljúpu

bráðna fyrir lotningunni djúpu,

kvöldsöngs og klukknahljóms.

 

*Sjá himins opnast hlið,

 heilagt englalið,

 fylking sú hin fríða

 úr fagnaðarins sal

 fer með boðun blíða

 og blessun lýsa skal

 yfir eymda dal.

*Sjá Sálmabók nr. 79

 

Hvar í riti: 
SJÖTÍU OG SJÖ SÖNGVAR handa barna- og kvennakórum

Drottinn, ó, Drottinn vor

Ár samið: 
1931
Texti / Ljóð: 

 

Sópran sóló

Drottinn, ó, Drottinn vor.

Dagarnir líða.

Allt er að breytast, en aldrei þú.

Vert þú oss veikum hlíf,

vernda þína arfleifð,

að þú oss líknandi ljósi snú.

 

Alt og Tenór dúett

 

Drottinn, ó, Drottinn vor.

Dagarnir líða.

 

Sópran, Alt og Tenór tríó

 

Drottinn, ó, Drottinn vor.

Dagarnir líða.

 

Kór

Drottinn, ó, Drottinn vor.

Dýrð þína að efla,

göfga þig einan æ,

gef oss náð,

vinna þitt verk á jörð,

vera þér til dýrðar.

Vegsami einan þig

allt vort ráð.

 

Hvar í riti: 
Óútgefið handrit á handritasafni Landsbókasafnsins og hjá Íslenskri Tónverkamiðstöð

Ó, syng þínum Drottni

Ár samið: 
1920
Texti / Ljóð: 

 

Kór

Ó, syng þínum Drottni, Guðs safnaðar hjörð.

Syngið nýjan söng,

þér englanna herskarar, himinn og jörð.

Öll veröldin vegsami Drottinn.

 

Sópran sóló

Ó, syng þínum skapara lofgjörðarlag.

Syngið nýjan söng

og kunngjörið hjálpráð hans dag eftir dag.

Öll veröldin vegsami Drottinn.

 

Kór

Ó, syng þú um dýrð Guðs á himnanna hæð.

Syngið nýjan söng,

hvert hjarta, hver tunga, hver taug og hver æð,

syng þú um dýrð Guðs á himnanna hæð.

Öll veröldin vegsami Drottinn.

 

Hvar í riti: 
Óútgefið handrit á handritasafni Landsbókasafnsins og hjá Íslenskri Tónverkamiðstöð
Höfundur texta: 
Valdimar Briem

Draumbót

Heiti verks: 
FRIÐUR Á JÖRÐU
Þátttur númer: 
IV. ÞÁTTUR
Númer í Kantötu: 
41
Ár samið: 
1917
Hvar í riti: 
FRIÐUR Á JÖRÐU Íslensk Tónverkamiðstöð
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Að glitbólstri keisarinn höfði hallar

Heiti verks: 
FRIÐUR Á JÖRÐU
Þátttur númer: 
III. ÞÁTTUR
Númer í Kantötu: 
33
Ár samið: 
1917
Hvar í riti: 
FRIÐUR Á JÖRÐU Íslensk Tónverkamiðstöð
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Þeir tóku hann höndum

Heiti verks: 
FRIÐUR Á JÖRÐU
Þátttur númer: 
II. ÞÁTTUR
Númer í Kantötu: 
23
Ár samið: 
1917
Hvar í riti: 
FRIÐUR Á JÖRÐU Íslensk Tónverkamiðstöð
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Og heimsins friðar-höfðinginn

Heiti verks: 
FRIÐUR Á JÖRÐU
Þátttur númer: 
II. ÞÁTTUR
Númer í Kantötu: 
22
Ár samið: 
1917
Hvar í riti: 
FRIÐUR Á JÖRÐU Íslensk Tónverkamiðstöð
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Ymur þungt í skógunum

Heiti verks: 
FRIÐUR Á JÖRÐU
Þátttur númer: 
II. ÞÁTTUR
Númer í Kantötu: 
12
Ár samið: 
1917
Hvar í riti: 
Íslensk Tónverkamiðstöð
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson
Syndicate content


Drupal vefsíða: Emstrur