Skip to Content

Blandaður kór

Geysir (úts. f. blandaðan kór)

Ár samið: 
1936
Texti / Ljóð: 

 

Hvað dunar svo þungt? Það er Geysir hann gýs,

í gröf sinni vaknar, og fjötrana slítur.

Hans kviksetti andi í öldum rís,

og upp gegnum klettana vegi sér brýtur.

Hann flæðir, hann æðir og hærra hefst.

Upp í himininn blá stígur fossandi elfur.

Þar freyðandi, seyðandi sólgliti vefst,

og sundruð í blikandi ljósöldum skelfur.

 

Sjá, holskeflur hvítar við blámóðu ber,

þær blika' eins og perlur í glampandi logum.

Og litregn af kvikandi ljósbroti fer

sem leiftur um úðann í sindrandi bogum.

Í andköfum heitum er eimslæðum fleygt

yfir ólgandi hrannir og bragelda sveiminn

af sóldrukknum blæ þeirra földum er feykt:

þeir flaksast og hverfa' út í vorljósa geiminn.

 
Hvar í riti: 
ÁTTATÍU OG ÁTTA KÓRLÖG (í alþýðlegum búnaði) útsett fyirir samkynja og ósamkynja raddir án undirleiks
Höfundur texta: 
Böðvar Bjarkan

Faðir vor

Ár samið: 
1918
Texti / Ljóð: 

Faðir vor, þú sem ert á himnum. Helgist þitt nafn. Til komi þitt ríki. Verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himnum. Gef oss í dag vort daglegt brauð. Og fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldu nautum. Eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá illu. Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu. Amen.

Hvar í riti: 
Óútgefið handrit á handritasafni Landsbókasafnsins og hjá Íslenskri Tónverkamiðstöð
Höfundur texta: 
Biblíutexti

Ó, syng þínum Drottni

Ár samið: 
1920
Texti / Ljóð: 

 

Kór

Ó, syng þínum Drottni, Guðs safnaðar hjörð.

Syngið nýjan söng,

þér englanna herskarar, himinn og jörð.

Öll veröldin vegsami Drottinn.

 

Sópran sóló

Ó, syng þínum skapara lofgjörðarlag.

Syngið nýjan söng

og kunngjörið hjálpráð hans dag eftir dag.

Öll veröldin vegsami Drottinn.

 

Kór

Ó, syng þú um dýrð Guðs á himnanna hæð.

Syngið nýjan söng,

hvert hjarta, hver tunga, hver taug og hver æð,

syng þú um dýrð Guðs á himnanna hæð.

Öll veröldin vegsami Drottinn.

 

Hvar í riti: 
Óútgefið handrit á handritasafni Landsbókasafnsins og hjá Íslenskri Tónverkamiðstöð
Höfundur texta: 
Valdimar Briem

Hósíanna

Ár samið: 
1914
Texti / Ljóð: 

 

Hósíanna. (Fögnum). Hósíanna. Hósíanna.

Hósíanna syni Guðs.

Hósíanna (Fögnum) Hósíanna.

Hósíanna syngjum syni Guðs.

 

Sem börn af hjarta viljum vér

nú vegsemd Jesú flytja hér,

og hann, sem kom af himni á jörð,

mun heyra vora þakkargjörð.

 

Lofgjörð þér og þökk sé skýrð,

þú Guðs barnið úr himna dýrð.

Hósíanna. (Fögnum). Hósíanna.

Hósíanna, syngjum syni Guðs.

 

Með liði hina lofum vér

ljúfa sem í upphæð er.

Í dag hann jörðu frið réð fá

og föðurþóknun mönnum á.

 

 

Lofgjörð þér og þökk sé skýrð,

þú Guðs barnið úr himna dýrð.

Hósíanna. (Fögnum). Hósíanna. 

Hósíanna, syngjum syni Guðs.

 

Hvar í riti: 
Óútgefið handrit á handritasafni Landsbókasafnsins og hjá Íslenskri Tónverkamiðstöð
Höfundur texta: 
Úr dönsku.- Stefán Thorarensen.

Reykjavík

Ár samið: 
1945
Texti / Ljóð: 

 

Heill þig vefji frjálsum faðmi,

fagra Reykjavík.

Undir ljóssins ljúfa baðmi

lifðu framarík.

 

Menntasól og sigurljómi

signi þína storð.

Nafn þitt yfir höfin hljómi

hátt, með snilldar orð.

 

Þínir eldar öllum lýsi

Íslands höfuðborg;

þínir heimar háir rísi,

hallir með  og borg.

 

Vafin ljóma geislaglóðar

grói byggðin fríð.

Lífæð sértu lands og þjóðar,

lofsæl alla tíð.

 

Hvar í riti: 
Óútgefið- Íslensk tónverkamiðstöð- Handritasafn Landsbókasafnsins
Höfundur texta: 
Kjartan Ólafsson

Akureyri

Ár samið: 
1949
Texti / Ljóð: 

 

Þú ert fögur, Akureyri,

Eyjafjarðar bær.

Aðrir bæir eru meiri,

enginn samt þér nær.

 

Þú ert veitul vinum glöðum,

vinnur huga manns,

framar öllum örum stöðum

yndi þessa lands.

 

Um þig bjartur ljómi leikur,

lífgar bæ og fjörð.

Einhver, sem  er orðinn smeykur

um hið fagra' á jörð.

 

Ætti að koma, ætti að sjá þig

einhvern sólskins dag

svo hann geti eins og áður

unað sínum hag.

 

Hvar í riti: 
Óútgefið- Íslensk tónverkamiðstöð- Handritasafn Landsbókasafnsins
PDF skjal: 
Höfundur texta: 
Sigurður Norland

Það er hart í heiminum

Ár samið: 
1956
Texti / Ljóð: 

 

Það er hart í heiminum

hvimleitt margt er við hann.

Þegja' og kvarta aldrei um

eigin hjarta sviðann.

 

Fimleik skeikar, förlar mér,

fætur reika eymdir,

gigtarveikur armur er,

æskuleikar gleymdir.

 

Hvar í riti: 
Óútgefið- Íslensk tónverkamiðstöð- Handritasafn Landsbókasafnsins
Höfundur texta: 
Stephan G. Stephansson

Viltu hjá mér vaka?

Ár samið: 
1952
Texti / Ljóð: 

 

Viltu hjá mér vaka,

vinur, hlýða ljóði,

meðan blómin blaka

blíð í næturrjóði?

Ei mun okkur saka,

yljar blærinn hljóði.

 

Viltu hjá mér vaka,

tíminn líður?

Lifir lítil staka,

ljómar himinn víður.

 

Viltu  hjá mér vaka?

vermir geisli blíður.

Úti álftir kvaka.

Ómar söngur þýður.

 

Hvar í riti: 
Óútgefið- Íslensk tónverkamiðstöð- Handritasafn Landsbókasafnsins
Höfundur texta: 
Kjartan Ólafsson

Fuglinn syngur bí bí bí

Ár samið: 
1952
Texti / Ljóð: 

 

Fuglinn minn sygur bí bí bí,

í brakandi þerrinum leika sér ský

og leynast og liðast í gárum.

En landið mitt liggur í sárum.

 

Hvar í riti: 
Óútgefið- Íslensk tónverkamiðstöð- Handritasafn Landsbókasafnsins
Höfundur texta: 
Einar H. Kvaran

Þegar flýgur fram á sjá

Ár samið: 
1935
Texti / Ljóð: 

 

Þegar flýgur fram á sjá,

fagra vorið bráðum

margar kveðjur Ísland á

undir vængjum báðum.

Blóm á engi, álf við foss

ætlar það að finna;

Þá fær hver sinn heita koss

hafnarvina sinna.

 

Syngdu vor með sætum róm,

syngdu um holt og móa,

hvar sem lítið lautarblóm

langar til að gróa;

færðu þeim þar föngin sín

full af sumargjöfum;

kær er öllum koma þín,

kærust norður í höfum.

 

Hvar í riti: 
Óútgefið- Íslensk tónverkamiðstöð- Handritasafn Landsbókasafnsins
Höfundur texta: 
Þorsteinn Erlingsson
Syndicate content


Drupal vefsíða: Emstrur