Skip to Content

Karlakór

Geysir

Ár samið: 
1936
Texti / Ljóð: 

Hvað dunar svo þungt? Það er Geysir hann gýs,

í gröf sinni vaknar, og fjötrana slítur.

Hans kviksetti andi í öldum rís,

og upp gegnum klettana vegi sér brýtur.

Hann flæðir, hann æðir og hærra hefst.

Upp í himininn blá stígur fossandi elfur.

Þar freyðandi, seyðandi sólgliti vefst,

og sundruð í blikandi ljósöldum skelfur.

 

Sjá, holskeflur hvítar við blámóðu ber,

þær blika' eins og perlur í glampandi logum.

Og litregn af kvikandi ljósbroti fer

sem leiftur um úðann í sindrandi bogum.

Í andköfum heitum er eimslæðum fleygt

yfir ólgandi hrannir og bragelda sveiminn

af sóldrukknum blæ þeirra földum er feykt:

þeir flaksast og hverfa' út í vorljósa geiminn.

 

Hvar í riti: 
ÁTTATÍU OG ÁTTA KÓRLÖG (í alþýðlegum búnaði) útsett fyirir samkynja og ósamkynja raddir án undirleiks
Höfundur texta: 
Böðvar Bjarkan

Á Finnafjallsins auðn

Lengd í mín: 
5'30
Ár samið: 
1937
Tóndæmi: 
Texti / Ljóð: 

Karlakórinn Fóstbræður syngur í tóndæminu

stjórnandi Árni Harðarson


Á Finnafjallsins auðn,

þar lifir ein í leyni sál

við lækjaniðarins huldumál,

á Finnafjallsins auðn.

 

Á Finnafjallsins auðn.

Hún sefur langan sumardag,

en syngur, þegar haustar, lag,

á Finnafjallsins auðn.

 

Á Finnafjallsins auðn.

Í fyrstu er lagið ljúft og stillt,

er lengir nóttu ært og tryllt,

á Finnafjallsins auðn.

 

Á Finnafjallsins auðn.

Menn segja að fordæmd flakki sál,

er firrist Vítis kvöl og bál.

Á Finnafjallsins auðn.

 

Hvar í riti: 
ÁTTATÍU OG ÁTTA KÓRLÖG (í alþýðlegum búnaði)
Höfundur texta: 
Þorsteinn Gíslason

Haf, ó, þú haf

Ár samið: 
1936
Texti / Ljóð: 

 

Haf, ó, þú haf,

þú sem hrannirnar hefja oss lætur.

Himninum nær, þegar stormurinn geysar um nætur.

 

Þig sefar ei hin svarta nótt.

Þú svæfir farmann undurhljótt.

Og fleyið á öldunum fljóta þú lætur.

 

Stormæsta haf,

þú sem strendurnar bergmála lætur.

Standbergsins jötunn við söng þinn af hrifningu grætur.

 

Hljóðláta haf.

Vært í örmum þér brotskeflur blunda.

Brimþrungnar strendurnar dreymandi örlög þín grunda.

 

Lognskyggða haf,

bláan himininn um dýrð þína dreymir.

Sem djúp þitt og grafhvelfing dáinna farmanna geymir.

 

 

Hvar í riti: 
ÁTTATÍU OG ÁTTA KÓRLÖG
Höfundur texta: 
Sigfús Elísson

Nú dreymir allt

Ár samið: 
1936
Texti / Ljóð: 

 

Nú dreymir allt um dýrð og frið,

við dagsins þögla sálar hlið.

Og allt er kyrrt umfjöll og fjörð,

og friður drottins yfir jörð.

 

Nú dreymir allt, hvert foldarfræ

að friður ríki um lönd og sæ.

Nú lifir allt sinn dýrðar dag,

nú drottnar bræðralag

Nú lifir allt sinn dýrðar da,

nú drottnar bræðralag

3.4.r.   Allt lifir dýrðardag

nú drottnar bræðralag.

 

 

Hvar í riti: 
ÁTTATÍU OG ÁTTA KÓRLÖG (í alþýðlegum búnaði)
Höfundur texta: 
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi

Kvöldljóð

Ár samið: 
1936
Texti / Ljóð: 

Nú flétta norðurljós bleikrauð bönd,

að barmi nætur dagur hnígur,

og máninn ýst við Ránarrönd.

Með röðul blæ á himin stígur.

 

Og stjarnan brosir stillt og hljóð,

og stefnir móti ljóssins syni,

svo mild og blíð sem móðir góð,

þess manns sem á sér fáa vini.

 

En héðan yfir um óra veg.

Í anda vil ég göngu þreyta.

Að hnjánum þínum atla ég.

Ó elsku mamma' í kvöld að leita.

 

Því stjarnan minning  bjarta ber.

Í barm minn gegnum rökkurskugga.

Sem kveðja væri' hún kær frá þér,

og kæmi mann að gleðja og hugga.

 

Hvar í riti: 
ÁTTATÍU OG ÁTTA KÓRLÖG
PDF skjal: 
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Vetrar kvöld

Ár samið: 
1912
Texti / Ljóð: 

 

Úti er indælt veður,

æðstum sé drottni prís.

Straumband við storðu kveður,

stirnir á glæran ís.

 

Vindar um loftið líða,

leiftrar af stjörnu krans.

Himinsins blessuð blíða.

Baðar á vanga manns.

 

Hvar í riti: 
ÁTTATÍU OG ÁTTA KÓRLÖG
Höfundur texta: 
Þorsteinn Gunnarsson

Söngheilsan

Ár samið: 
1936
Texti / Ljóð: 

 

Nú gleðjast fljóð og menn við svásan söng,

nú svífa hljómar yfir vogum bláum,

sem hringi foss og glymji gljúfraþröng.

Sem gnýi stormsins raust á tindum háum.

 

Nú hefjast bergmál fjalla óm og orð.

Eróður söngvastreymir frjáls af munni,

nú glymja raddir hátt á Garðarsstorð.

En geislar stafa upp af Mímisbrunni.

 

Hvar í riti: 
88 KÓRLÖG
Höfundur texta: 
Sigfús Elíasson

Bak við fjöllin

Ár samið: 
1936
Texti / Ljóð: 

 

Bak við fjöllin röðull rennur,

rótt til morguns hvílir.

Ekkert hálmþak heima fyrir

höfði mínu skýlir.

Útlaganum ættjörð sviftum

út er hýst í hverjum ranni.

Hvergi blíðu brosi 

beint að förumanni.

 

Bak við fjöllinn röðull rennur,

rótt til morguns sefur,

uns við ljóð úr leynum skóga

ljúf hún vaknað hefur.

Skyldi hún nokkru sinni senda

sólbros mér í heiði?

Ætli gæfan frið mér færi

fyrr en undir leiði?

 

Hvar í riti: 
88 KÓRLÖG
PDF skjal: 
Höfundur texta: 
Ludwik Kondratowicz
Höfundur - annar: 
Guðmundur Guðmundsson þýddi

Bíllinn

Ár samið: 
1935
Texti / Ljóð: 

 

Þú góði sterki, blakki bíll.

Þú berð mig létt um grund og hæðir.

Þú klifar fjöll og klungur íll,

og klettasneiðingana þræðir.

Sem flýgi örn í fjallasal.

Með fjaðraþyt og vængjabliki.

Þú rennur heiðar, háls og dal

svo hratt og létt sem tundur ryki.

 

Ef hægir ferð, ég fæti styð

þá fer sem leiftur boð á milli

og taugar þínar titra við.

Ég tek um sveif og ganginn stilli.

Ég heyri, finn þitt hjarta slá

í heitum, stæltum barmi þínum,

sem bergmál þínu brjósti frá

sé blandað hjartaslögum mínum. 

 

Hvar í riti: 
88 KÓRLÖG
Höfundur texta: 
Böðvar Bjarkan

Landskórinn

Ár samið: 
1934
Texti / Ljóð: 

 

Undir söngsins merki mætast

miklir flokkar einum hug.

Dísir vakna, draumar rætast

djarfir vængir heftja flug.

 

Ljómar geislum lífsins spor

ljúfa söngsins töfra vor.

Yngir sál við sólardrauma

sigur eflir kraft og þor.

 

Sjáum mætast hug og hendur

hafsisns yfir breiðu flóð

Sjáum tengjast lýð og lendur

lifi söngsins frjálsa þjóð.

 

Hljómi tóna tignast mál,

tendrist auðugt sumarbál,

Íslands hörpu ástargyðju

ómar tengi sál við sál.

 

Hvar í riti: 
88 KÓRLÖG
Höfundur texta: 
Kjartan Ólafsson
Syndicate content


Drupal vefsíða: Emstrur