Skip to Content

Karlakór

Úti á torgi við súlubak

Heiti verks: 
FRIÐUR Á JÖRÐU
Þátttur númer: 
III. ÞÁTTUR
Númer í Kantötu: 
32
Ár samið: 
1917
Hvar í riti: 
FRIÐUR Á JÖRÐU Íslensk Tónverkamiðstöð
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Enn gefur mér sýn

Heiti verks: 
FRIÐUR Á JÖRÐU
Þátttur númer: 
III. ÞÁTTUR
Númer í Kantötu: 
29
Ár samið: 
1917
Hvar í riti: 
FRIÐUR Á JÖRÐU Íslensk Tónverkamiðstöð
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Fyrr var landið fjötrað hlekkjum

Heiti verks: 
ÍSLANDS ÞÚSUND ÁR
Númer í Kantötu: 
VI
Ár samið: 
1929
Tóndæmi: 
Texti / Ljóð: 

 

Flytjendur í tóndæminu: Söngsveitin Fílharmónía og Sinfóníuhljómsveit Íslands

undir stjórn Páls Pampikler Pálssonar.

Hljómsveitarútsetning Hallgrímur Helgason.   


 

      VI.

          Tenór sóló – karlakór

Fyrr var landið fjötrað hlekkjum,

fátt um vopn og hrausta drengi.

Þjóðhetjur af þingsins bekkjum

þurftu að berjast heitt og lengi.

Dyrfsku þurfti að koma og krefja

konunga um lausn og bætur.

Frelsismerkið fyrstir hefja

fullhugar, sem þjóðin grætur.

 

Liðið óx, en lítið raknar

lengi úr okkar þungu fjötrum.

Það er fyrst er þjóðin vaknar,

þjáð og smáð og vafin tötrum.

Frelsið hertók hugi unga.

Hörmum sínum gleymir enginn.

Eftir mikla þraut og þunga

þá var loksins sigur fenginn.

 

               kór

Alla þá, sem voru að verki,

virðir þjóðin alla daga.

Undir þeirra mikla merki

mótast okkar líf og saga.

Þeir, sem réttu horfi halda,

hljóta sömu þakkargjöldin,

varpa ljóma um aldir alda

yfir heilög sagnaspjöldin.

 

Hvar í riti: 
Íslensk Tónverkamiðstöð
Höfundur texta: 
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi

Í rökkurró hún sefur - Óratóríó

Heiti verks: 
STRENGLEIKAR
Þátttur númer: 
Þriðji Þáttur
Númer í Kantötu: 
40
Lengd í mín: 
3:29
Ár samið: 
1932
Tóndæmi: 
Texti / Ljóð: 

Kantötukór Akureyrar syngur í tóndæminu, upptaka frá æfingu 1951

einnig til útsett fyrir einsöng og má finna annarsstaðar 


 

 

Í rökkur ró hún sefur

með rós að hjarta stað.

Sjá, haustið andað hefur

í hljóði' á liljublað.

Við bólið blómum þakið

er blækyrr helgiró.

Og lágstillt lóukvakið

er liðið burt úr mó.

Í haustblæ lengi lengi

um lingmótitrar kvein.

Við sólhvörf silfrinstrengi,

þar sorgin bærir ein.*)

 

*) Þetta erindi er ekki úr Strengleikum sjálfum sem Guðmundur Guðmundsson orti og gefinn var út 1903. Ljóðið er tekið úr Ljóðmælum Guðmundar og kom út 1917, bls.283, 1, 3 og 4 v. Ljóðið var fellt inn þar sem það þótti eiga einkar vel við efnivið óratóríunnar.

 

 

 

 

Hvar í riti: 
Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson
Höfundur - annar: 
Þetta ljóð er ekki í hinum upprunalega ljóðabálki

Sá bær er nú hruninn

Heiti verks: 
STRENGLEIKAR
Þátttur númer: 
Fyrsti þáttur
Númer í Kantötu: 
7
Ár samið: 
1915-1932
Texti / Ljóð: 
 

 - Sá bær er hruninn og eyrin öll

af ánni er brotin niður.

Þar átti ég kærastan æskuvöll,

þar átti ég dálitla töfrahöll,

þar drottnaði fullur friður,

nú fylla´ ana urðir og skriður!

 

 

Hvar í riti: 
Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Fallin er frá

Heiti verks: 
STRENGLEIKAR
Þátttur númer: 
Fyrsti þáttur
Númer í Kantötu: 
2
Lengd í mín: 
3:18
Ár samið: 
1915-1932
Tóndæmi: 
Texti / Ljóð: 

 

Fallin er frá

fegursta rósin í dalnum! -

Djúpt er þitt dá,

drúpa nú hjá

brostinni brá

blaktandi ljósin í salnum. 

Mjúk er sem nálín þitt, mjallhrein mín þrá, -

mun ég þig framar að eilífu sjá,

fegursta rósin í dalnum?

(Rjúfi nú strengleikar himinsins há

hvolfþökin blá:

fallin er frá

fegursta rósin í dalnum! *)

)* texti innan sviga felldur niður í söngdrápunni

 

 

Hvar í riti: 
Handritadeild Landsbókasafns Íslands
PDF skjal: 
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Skagafjörður

Ár samið: 
1932
Texti / Ljóð: 

 

Sveitin glaða gegnum þig 

heilsa ég feðra foldu minni!

Fjörður sem í kjöltu þinni

fyrstu gullum gladdir mig.

Sem ég ei á æfi stig

alveg týndi nokkru sinni. 

 

Hvar í riti: 
ÁTTATÍU OG ÁTTA KÓRLÖG (í alþýðlegum búnaði) útsett fyirir samkynja og ósamkynja raddir án undirleiks
Höfundur texta: 
Stephan G. Stephansson

Milli hrauns og hlíða

Ár samið: 
1933
Texti / Ljóð: 

 

Milli hrauns og hlíða

heldur skulum ríða

en hinn leiða allra lýða stig.

Fögnum frelsis degi.

Finnum sjálfir vegi.

Inn til heiða flýja fýsir mig.

Hllíðin fríða lokkar ljúft og þýtt,

líkt og álfabúa þar væri prítt.

Þei, þei, þei, þei

ljúfir ómar laða blítt. 

 

Hvar í riti: 
ÁTTATÍU OG ÁTTA KÓRLÖG (í alþýðlegum búnaði) útsett fyirir samkynja og ósamkynja raddir án undirleiks
Höfundur texta: 
Hannes Hafstein

Vorljóð

Ár samið: 
1936
Texti / Ljóð: 

Nú brosir elfan í breiðum dal,

af blástraumum ísinn springur.

Og fossinn ljóðar í fjallasal

um frelsið og vorið syngur.

Og lóan kemur á heiðar heim,

með hljóminn blíða um loftsis geim,

og dýrðin, dýrðin syngur.

 

Nú ómar gleðinnar unaðsmál

sem yngir og léttir sporið.

Og æskan leikur með sól í sál

og syngur um fagra vorið.

Þá brosir gyðja með blóm í hönd 

og báran hjalar við lága strönd.

Ó, blessað blíða vorið. 

Hvar í riti: 
ÁTTATÍU OG ÁTTA KÓRLÖG (í alþýðlegum búnaði) útsett fyirir samkynja og ósamkynja raddir án undirleiks
Höfundur texta: 
Kjartan Ólafsson

Á Hólum

Ár samið: 
1932
Texti / Ljóð: 

Á Hólum.– Karlakórslag frá 23. maí 1932. Prentað í 88 Kórlög 1945, samið samkvæmt beiðni í tilefni af 50 ára afmælishátíð Hólaskóla, sem fór fram þar á staðnum 25. júní sama ár og sungin þar í fyrsta skipti af karlakórnum Geysi á Akureyri.


Á Hólum klukkurnar hringja

mót hækkandi júní sól

og djáknar dillandi syngja,

svo dunar á hverjum hól.

Allt er á ferð og iði,

af andans og hjartans friði

og horfir á Hólastól.

Frá guði kemur sú gáfa,

sem gleður þig norðursjót.

Hún kom ei frá kúríu og páfa. 

Hún er kvistur af frjálsri rót.

Sitt fólk vill nú biskup blessa,

nú byrjar hans fyrsta messa.

Með sigur og siðabót. 

 

Hvar í riti: 
ÁTTATÍU OG ÁTTA KÓRLÖG (í alþýðlegum búnaði) útsett fyirir samkynja og ósamkynja raddir án undirleiks
Höfundur texta: 
Matthías Jochumsson
Syndicate content


Drupal vefsíða: Emstrur