Skip to Content

Karlakór

Aldar minni

Ár samið: 
1930
Texti / Ljóð: 

 

Svo far þú sól og hneig þitt hjól

í hafsins móður skaut.

Því önnur skín, sem aldrei dvín,

á ævi vorrar braut.

 

Oss brosir rós og bendir ljós

þó blási tímans él.

Því lífið ól í sálum sól,

er sigrar frost og hel. 

 

Hvar í riti: 
ÁTTATÍU OG ÁTTA KÓRLÖG (í alþýðlegum búnaði) útsett fyirir samkynja og ósamkynja raddir án undirleiks
Höfundur texta: 
Matthías Jochumsson

Kvöldklukkan

Ár samið: 
1913, radds. 1931
Texti / Ljóð: 

 

Nú kallar kvöldsins bjalla

til hvíldar alla drótt.

Og skuggleit fer að falla

á fold hin blíða nótt.

Hún mýkir, huggar, hvílir,

með helgum vængjum skýlir,

blund á brár oss rótt,

ó, blíða, blíða nótt. 

 

Hvar í riti: 
ÁTTATÍU OG ÁTTA KÓRLÖG (í alþýðlegum búnaði) útsett fyirir samkynja og ósamkynja raddir án undirleiks
Höfundur texta: 
Steingrímur Thorsteinsson

Yfir voru ættarlandi

Ár samið: 
1923
Texti / Ljóð: 

 

Yfir voru ættarlandi,

aldafaðir skildi halt.

Veit því heillir, ver það grandi.

Virst að leiða ráð þes allt.

Ástargeislum úthell björtum

yfir lands vors hæð og dal.

Ljós þitt glæð í lýðsins hjöru

ljós er aldrei slokkna skal. 

 

Hvar í riti: 
ÁTTATÍU OG ÁTTA KÓRLÖG (í alþýðlegum búnaði) útsett fyirir samkynja og ósamkynja raddir án undirleiks
Höfundur texta: 
Steingrímur Thorsteinsson

Þér skýla fjöll

Ár samið: 
1922
Texti / Ljóð: 

 

Þér skýla fjöll, þig faðmar haf

vort föðurland sem drottinn gaf.

Á brjóst þitt setti hann sumar rós

hann signdi þig við norðurljós.

Og hjartkær vor ættjörð er.

Vér aldrei skulum gleyma þér. 

 

Hvar í riti: 
ÁTTATÍU OG ÁTTA KÓRLÖG (í alþýðlegum búnaði) útsett fyirir samkynja og ósamkynja raddir án undirleiks
Höfundur texta: 
Lárus Thorarensen

Þótt þú langförull legðir (úts. fyrir karlakór)

Lengd í mín: 
1:46
Ár samið: 
1918
Texti / Ljóð: 

Karlakórinn Fóstbræður syngur í tóndæminu

undir stjórn Árna Harðarssonar

 


 

Samið fyrir karlakórinn Hekla í Leslie Sask. 26. jan. 1918, og sett út fyrir blandaðan kór litlu síðar, og fyrir sólórödd með undirspili 26. jan. 1931.Var það eins konar þjóðsöngur íslendinga í Vatnabyggð og víðar á tímabili. Prentað í 66 Einsöngslög 1945 og 88 Kórlög 1948.

 

Til Vestur-Íslendinga

 

Þótt þú langförull legðir

sérhvert land undir fót.

Bera hugur og hjarta,

samt þíns heimalands mót.

Frænka eldfjalls og íshafs,

sifji árfoss og hvers,

dóttir langholts og lyngmós,

sonur landvers og skers.

 

Yfir heim eða himin,

hvort sem hugar þín önd,

skreyta fossar og fjallshlíð

öll þín framtíðarlönd.

Fjarst í eilífðar útsæ

vakir eylendan þín.

Nóttlaus vorladar veröld,

þar sem víðsýnið skín.

 

Það er óskaland íslenskt

sem að yfir þú býr.

Aðeins blómgróin björgin,

sérhver baldjökull hlýr.

Frænka eldfjalls og íshafs,

sifji árfoss og hvers,

dóttir langholts og lyngmós,

sonur landvers og skers. 

 

Hvar í riti: 
ÁTTATÍU OG ÁTTA KÓRLÖG (í alþýðlegum búnaði) útsett fyirir samkynja og ósamkynja raddir án undirleiks
Höfundur texta: 
Stephan G. Stephansson

Þú ert móðir vor kær

Ár samið: 
1936
Texti / Ljóð: 

 

Þú ert móðir vor kær,

þá er vagga´ okkar vær

þegar vorkvöldið leggur þér barn þitt að hjarta.

Og hve geiglaus og há

yfir grátþrungri brá,

berðu gullaldarhjálminn á enninu bjarta.

 

Við hjarta þitt slögin sín hjörtu´ okkar finna,

þinn hjálmur er gull okkar dýrustu minna,

en þó fegurst og kærst,

og að eilífu stærst,

ertu í ást og í framtíðar vordraumum barnanna þinna. 

 

Hvar í riti: 
ÁTTATÍU OG ÁTTA KÓRLÖG (í alþýðlegum búnaði) útsett fyirir samkynja og ósamkynja raddir án undirleiks
Höfundur texta: 
Þorsteinn Erlingsson

Ég elska yður

Ár samið: 
1914
Texti / Ljóð: 

 

Ég elska yður, þér Íslandsfjöll,

með enni björt í heiðis bláma.

Þér dalir, hlíðar og fossafjöll

og flúð þar drynur brimið ráma.

Ég elska land með algrænt sumarskart,

ég elska það með vetrar skrautið bjart.

Hin heiðu kvöld,

er himintjöld

af norðurljósa leiftrum braga. 

 

Hvar í riti: 
ÁTTATÍU OG ÁTTA KÓRLÖG (í alþýðlegum búnaði) útsett fyirir samkynja og ósamkynja raddir án undirleiks
Höfundur texta: 
Steingrímur Thorsteinsson

Lýðhvöt

Ár samið: 
1911
Texti / Ljóð: 

Þér óðalsbændur, sem eigið landið,

og orku hafið í dug og mund,

þér þjóðarvinir, sem þekki grandið,

sem þjakað hefur oss langa stund.

Þér æskumenn, sem að áfram viljið,

þér eldri menn , sem að málið skiljið:

Sameinið allir orku og dáð.

Á yður kallar vort föðurláð. 

Hvar í riti: 
ÁTTATÍU OG ÁTTA KÓRLÖG (í alþýðlegum búnaði) útsett fyirir samkynja og ósamkynja raddir án undirleiks
Höfundur texta: 
Páll Melsteð

Nú skal söngur hjartahlýr

Ár samið: 
1910
Texti / Ljóð: 

 

Nú skal söngur hjartahlýr

hljóma´af þúsund munnum,

þegar frelsis þeyrinn dýr

þýtr í fjalli´og runnum.

 

Nú skal fögur friðartíð

fánann hefja ár og síð,

varpa nýjum ljóma´á lýð

landsins sem vér unnum. 

 

Hvar í riti: 
ÁTTATÍU OG ÁTTA KÓRLÖG (í alþýðlegum búnaði) útsett fyirir samkynja og ósamkynja raddir án undirleiks
Höfundur texta: 
Jóhannes úr Kötlum
Syndicate content


Drupal vefsíða: Emstrur